Erlent

30 létust í rútuslysi í Tælandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Björgunarmenn leita í braki rútunnar.
Björgunarmenn leita í braki rútunnar. Vísir/AP
Tveggja hæða rúta rann til á hættulegum fjallavegi í norðanverður Tælandi í gær og steyptist niður í gil. Í það minnsta létust 30 manns og er 22 saknað. Samkvæmt lögreglu var ökumaður rútunnar að reyna að taka fram úr öðrum bílum á hlykkjóttum fjallavegi.

Sagt er frá málinu á vef BBC.

Rútubílstjórinn lifði slysið af og mun hafa sagt lögreglu að bremsurnar á rútunni hafi hætt að virka. Í rútunni var hópur ríkisstarfsmanna á vettvangsferð, en talið er að barn sé í hópi slasaðra.

„Slys gerast mjög oft á þessum vegi,“ sagði Suriya Prasatbunditya, ríkisstjóri héraðsins. „Við höfum sett upp viðvörunarskilti, en samt verða áfram slys.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×