Erlent

Höfuðpaur hryðjuverkahóps í haldi lögreglu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Tuttugu og þriggja ára karlmaður sem grunaður er um að vera höfuðpaur hryðjuverkasamtakanna Indian Mujahideen, sem er herskár hópur íslamskra skæruliða, og einn sá alræmdasti er nú í haldi indversku lögreglunnar.

Talið er að skæruliðarnir beri ábyrgð á þeim fjölmörgu árásum sem gerðar hafa verið síðastliðin ár víðsvegar um heiminn.  Meðal annars létust áttatíu manns í árás þeirra sem gerð var í Mumbai árið 2008 og tveir létust í árás þeirra í Svíþjóð árið 2010.

Stjórnvöld í Indlandi telja það mikinn sigur að maðurinn sé nú á bak við lás og slá í baráttu sinni gegn hryðjuverkum í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×