Real Madrid komst í kvöld upp að hlið nágranna sinna í Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Leikmenn Real buðu þá til veislu gegn Almeria.
Yfirburðir Real í leiknum voru miklir. Það voru aðeins liðnar rúmar tvær mínútur af leiknum þegar Cristiano Ronaldo gaf tóninn fyrir sitt lið.
Það var reyndar eina mark fyrri hálfleik en í síðari hálfleik opnuðust allar flóðgáttir. Benzema, Bale, Isco og Morata bættu við mörkum og Real tók öll stigin.
Real Madrid er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 34 stig eða sex stigum minna en topplið Barcelona. Atletico er einnig með 34 stig en hefur leikið einum leik færra.
Stórsigur hjá Real Madrid

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn