Mengun við þolmörk á Grundartanga Helga Arnardóttir skrifar 8. maí 2013 22:55 Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira