Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-0 sigri Barca.
Xavi skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tíu mínútna leik en því næst setti Pedro tvö mörk fyrir Barcelona á rúmlega tíumínútna kafla.
Lionel Messi skoraði síðan fjórða mark heimamanna eftir hálftíma leik og var staðan orðin 4-0 en þannig var staðan í hálfleik.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lauk honum með öruggum sigri Barcelona sem er í efsta sæti deildarinnar með 52 stig, tólf stigum á undana Atlético Madrid sem eru í öðru sæti.
Staðan í spænsku úrvalsdeildinni.
Barcelona í engum vandræðum með Espanyol
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn


Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn


Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn

