Erlent

Norskir hermenn fá ekki kjöt á mánudögum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Norski herinn.
Norski herinn. mynd/getty
Til stendur að minnka neyslu norskra hermanna á kjöti í þeim tilgangi að sporna við loftslagsbreytingum. Í tilkynningu frá hernum segir að „kjötlausir mánudagar“ séu það sem koma skuli.

„Þetta snýst ekki um að spara,“ segir Eystein Kvarving, talsmaður hersins, en breytingin hefur þegar átt sér stað í helstu herstöðvum Noregs. „Þetta snýst um að vera meðvitaðri um umhverfið og heilbrigðari.“

Innan skammst verða kjötlausu mánudagarnir innleiddir alls staðar í hernum, þar á meðal í norskum herstöðvum utan Noregs. Talið er að með þessu muni kjötneysla hermanna minnka um 150 tonn á ári.

Norsk umhverfisverndarsamtök fagna breytingunni, en 18 prósent útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru rakin til verksmiðjubúskaps, samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×