Erlent

Mikill viðbúnaður vegna skógarelda í Ástralíu

Mikill viðbúnaður er í suðurhluta Ástralíu vegna mikilla skógar- og sinuelda sem þar hafa geisað. Talið er að dagurinn í dag gæti orðið sé versti í sögu landsins hvað skógarelda varðar.

Hitabylgja herjar á íbúa Ástralíu þessa dagana og er hitinn víða yfir 40 gráðum. Þar að auki er búist við hvössum vindi þannig að ef nýir skógareldar blossa upp munu þeir dreifa hratt úr sér.

Ástandið er hvað verst í Nýju Suður Wales þar sem stórborgin Sidney er. Þar geisa nú 130 skógareldar og ráða slökkviliðsmenn í augnablikinu ekki við 40 þeirra.  Fjögur svæði í Nýju Suður Wales eru nú skilgreind hamfarasvæði og fólk beðið um að yfirgefa þau.

Um helgina flúðu um 2.000 manns frá eyjunni Tasmaníu undan skógareldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×