Erlent

Lögðu hald á methamfetamín að andvirði 55 milljarða

Lögreglan í Ástralíu hefur lagt hald á mesta magn af methamfetamíni í sögu landsins.

Um var að ræða nær 600 kíló af þessu amfetamíni en það var falið um borð í flutningaskipi sem var að koma frá Kína. Götuverðmæti þess samsvarar um 55 milljörðum króna.

Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið, Ástrali, Singaporebúi og maður frá Hong Kong.

Skipið var að koma frá Shenzhen og var amfetamínið falið innan um hreingerningaefni.

Rannsókn þessa máls hafði staðið yfir í fjóra mánuði áður en lögreglan lét til skarar skríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×