Erlent

Krúttlegasta björgun í manna minnum

Þyrluflugmaður í Kanada kom hjálparlausu dádýri til bjargar í Nova Scotia í vikunni. Hjartardýrið átti erfitt með að fóta sig á ísilögðu vatni og barðist þar fyrir lífi sínu. Það sem gerir þessa björgun einstaka er sú staðreynd að dádýrið var ekki híft upp og flutt í land, þvert á móti ákvað flugmaðurinn að blása dýrinu hægt yfir ísinn.

Dádýrið komst loks í land þar sem kálfur þess beið.

Fréttamiðlar í Kanada hafa eftir björgunarmönnum í Nova Scotia að ísinn hafi verið ótraustur, því var ákveðið að grípa til þessa ráðs.

„Dádýrið var nokkuð rólegt. Ég veit ekki hvað fór í gegnum huga þess og ég efast um að það hafi haft skilning á því sem var að gerast. En það virkaði," sagði flugmaðurinn.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan:








Fleiri fréttir

Sjá meira


×