Steypireyður laskaðist í hraðsuðu í Hvalfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. apríl 2013 00:01 Ríkisstjórnin ákvað að beinagrindin úr hvalnum á Skaga yrði gerð sýningarhæf og hún mun verða það – þótt snurða hafi hlaupið á þráðinn við hreinsun beinanna.Mynd/Valur Örn ÞorValdsson Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,? segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem annast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010. Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Náttúrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verksins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan. „Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þannig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur. Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð. „Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúpuna meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hreinlega úr gerviefni,“ segir Þorvaldur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýningarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til uppsetningar eftir tvö ár. Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smáhvölum. Engin þeirra stenst samanburð við steypireyðina. Þorvaldur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötvun eftir að hafa gengið eftir skýringum. „Þá kom í ljós að þeirra hvalir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypireyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreinsun heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“Hér er afar fróðlegt myndband þar sem Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir frá björgun, flutningi og verkun steypireyðarinnar af Skaga. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,? segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem annast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010. Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Náttúrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verksins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan. „Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þannig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur. Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð. „Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúpuna meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hreinlega úr gerviefni,“ segir Þorvaldur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýningarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til uppsetningar eftir tvö ár. Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smáhvölum. Engin þeirra stenst samanburð við steypireyðina. Þorvaldur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötvun eftir að hafa gengið eftir skýringum. „Þá kom í ljós að þeirra hvalir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypireyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreinsun heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“Hér er afar fróðlegt myndband þar sem Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir frá björgun, flutningi og verkun steypireyðarinnar af Skaga.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira