Steypireyður laskaðist í hraðsuðu í Hvalfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. apríl 2013 00:01 Ríkisstjórnin ákvað að beinagrindin úr hvalnum á Skaga yrði gerð sýningarhæf og hún mun verða það – þótt snurða hafi hlaupið á þráðinn við hreinsun beinanna.Mynd/Valur Örn ÞorValdsson Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,? segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem annast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010. Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Náttúrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verksins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan. „Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þannig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur. Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð. „Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúpuna meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hreinlega úr gerviefni,“ segir Þorvaldur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýningarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til uppsetningar eftir tvö ár. Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smáhvölum. Engin þeirra stenst samanburð við steypireyðina. Þorvaldur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötvun eftir að hafa gengið eftir skýringum. „Þá kom í ljós að þeirra hvalir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypireyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreinsun heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“Hér er afar fróðlegt myndband þar sem Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir frá björgun, flutningi og verkun steypireyðarinnar af Skaga. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,? segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem annast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010. Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Náttúrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verksins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan. „Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þannig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur. Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð. „Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúpuna meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hreinlega úr gerviefni,“ segir Þorvaldur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýningarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til uppsetningar eftir tvö ár. Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smáhvölum. Engin þeirra stenst samanburð við steypireyðina. Þorvaldur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötvun eftir að hafa gengið eftir skýringum. „Þá kom í ljós að þeirra hvalir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypireyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreinsun heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“Hér er afar fróðlegt myndband þar sem Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir frá björgun, flutningi og verkun steypireyðarinnar af Skaga.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira