Steypireyður laskaðist í hraðsuðu í Hvalfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. apríl 2013 00:01 Ríkisstjórnin ákvað að beinagrindin úr hvalnum á Skaga yrði gerð sýningarhæf og hún mun verða það – þótt snurða hafi hlaupið á þráðinn við hreinsun beinanna.Mynd/Valur Örn ÞorValdsson Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,? segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem annast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010. Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Náttúrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verksins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan. „Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þannig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur. Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð. „Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúpuna meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hreinlega úr gerviefni,“ segir Þorvaldur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýningarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til uppsetningar eftir tvö ár. Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smáhvölum. Engin þeirra stenst samanburð við steypireyðina. Þorvaldur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötvun eftir að hafa gengið eftir skýringum. „Þá kom í ljós að þeirra hvalir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypireyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreinsun heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“Hér er afar fróðlegt myndband þar sem Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir frá björgun, flutningi og verkun steypireyðarinnar af Skaga. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ég hafði bara sex mánuði en ég var búinn að segja að ég þyrfti tvö ár í þetta,? segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrfræðistofnun, sem annast hefur verkun beinagrindar úr steypireyðinni sem skolaði á land á Skaga sumarið 2010. Kjötið af steypireyðinni var urðað á staðnum nyrðra en Náttúrufræðistofnun fékk aðstöðu til að verka beinin í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Fjárveitinguna til verksins segir Þorvaldur hafa verið of litla og tímarammann of knappan. „Bjargvætturinn var Kristján Loftsson í Hval. Hann átti stóran pott fyrir þetta og veitti mér þá aðstoð sem hægt var á þeim tíma – sem bjargaði þessu alveg. Þannig að hann á allan heiður skilið að verkið sé þó komið þetta langt,“ segir Þorvaldur. Notað var 130 gráðu heitt vatn úr borholu við Hvalstöðina til að sjóða kjöt og fitu af beinunum. Hitinn reyndist of mikill og beinin misstu styrkinguna og urðu sum eins og svampur. Hauskúpan er illa löskuð. „Þetta voru alveg skelfilegar aðstæður sem maður hafði og það var farið svolítið skart í þetta. Þetta tókst þó ágætlega miðað við aðstæður nema það eru þarna ákveðin bein sem verður að gera við. Það þarf að gera við hauskúpuna meira og minna. Það er hægt að nota stærsta hlutann af þessu eða bara gera hausinn hreinlega úr gerviefni,“ segir Þorvaldur sem kveður alls engan vafa á beinagrindin verði að lokum sýningarhæf. Grindin sé nú í geymslu í Keflavík og verði tilbúin til uppsetningar eftir tvö ár. Þorvaldur hefur áður verkað beinagrindur úr meira en tíu smáhvölum. Engin þeirra stenst samanburð við steypireyðina. Þorvaldur kveðst því hafa leitað ráða erlendis og þá gert dálitla uppgötvun eftir að hafa gengið eftir skýringum. „Þá kom í ljós að þeirra hvalir eru meira og minna úr plasti,“ segir Þorvaldur og bætir við að hvalreki eins og sá á Skaga sé mjög sjaldgæfur. Grindin úr steypireyðinni þaðan verði ein af fáum í heiminum sem gæti orðið alveg úr beinum. „Þannig að þessi hreinsun heppnaðist þokkalega en það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þá.“Hér er afar fróðlegt myndband þar sem Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri segir frá björgun, flutningi og verkun steypireyðarinnar af Skaga.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira