Erlent

Engin tattoo fyrir dætur Obama

Jakob Bjarnar skrifar
Obama hótar því að fá sér samskonar tattoo og dætur hans, vilji þær feta þá slóð.
Obama hótar því að fá sér samskonar tattoo og dætur hans, vilji þær feta þá slóð.
Obama Bandaríkjaforseti er mjög mótfallinn því að dætur hans fái sér tattoo. Hann greindi frá þessu í viðtali við NBC Today-þáttinn, sem var á léttum nótum, enda tekinn upp áður en hörmungarnar í Boston riðu yfir.

Þegar þetta berst í tal á heimilinu, að dæturnar séu spenntar fyrir tattoo-i, segir Obama þau hjónin segja við dætur sínar að ef þær fái sér tattoo þá ætli hann og forsetafrúin að fá sér alveg eins tattoo. Og það sem meira er, þau ætli að sýna þau tattoo á YouTube og tilkynna heimsbyggðinni að þetta séu sérstök fjölskyldutattoo. Obama telur þetta hafa letjandi áhrif á dætur sínar hvað þennan áhuga varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×