Tito Vilanova stefnir að því halda áfram þjálfun Barcelona-liðsins þó svo hann sé í erfiðri baráttu við krabbamein.
Æxli í hálsi var fjarlægt úr Vilanova í nóvember á síðasta ári og hann fór svo í aðra meðferð í desember. Í kjölfarið var hann lengi frá er hann fór í meðferð í New York í kjölfarið.
Hinn 44 ára gamli Vilanova ætlar ekki að láta veikindin stoppa sig.
"Ég hef mikla löngun til þess að halda áfram. Mér líður vel, er sterkur og ef heilsan leyfir mun ég klára minn samning," sagði Vilanova en hann er með samning út næsta ár.
"Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera ef ég fæ tveggja daga frí. Þetta starf er engin byrði fyrir mig og læknarnir hafa sagt við mig að það sé gott að halda áfram að vinna."
Vilanova ætlar að halda áfram að þjálfa Barcelona

Mest lesið

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn


Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn


Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn
