Arsene Wenger í miklum vígahug Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Wenger lét blaðamenn heyra það í gær.nordicphotos/getty Sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram í kvöld er fram fara tveir leikir. Porto tekur á móti Malaga og Arsenal fær Bayern München í heimsókn. Þetta eru fyrri leikir liðanna í sextán liða úrslitunum. Það var vígahugur í Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á blaðamannafundi í gær. Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni í vetur og var harðlega gagnrýndur aftur um helgina er Arsenal lauk keppni í bikarnum með tapi gegn Blackburn. Stjórinn franski er farinn að láta blaðamenn pirra sig. „Menn segja að ég taki bikarinn ekki alvarlega. Ég hef unnið enska bikarinn fjórum sinnum. Hver hefur unnið oftar?" sagði Wenger reiður út í fjölmiðlamenn. „Það er alls konar innihaldslaus gagnrýni í gangi sem erfitt er að sætta sig við. Það er nóg til af sérfræðingum að tjá sig en þeir hafa ekki endilega rétt fyrir sér." Arsenal hefur ekki unnið titil í átta ár undir stjórn Wengers og Meistaradeildin er eina keppnin þar sem Arsenal á möguleika á titli í ár. „Maður tekur þátt í keppnum til þess að vinna þær. Á einhverju stigi þarf maður að mæta virkilega sterku liði. Ef ég á að taka eitthvað mark á ykkur þá erum við ekki líklegir til þess að ná árangri," sagði Wenger sem ætlar að þagga niður í efasemdarmönnum í kvöld. „Ég treysti gæðunum í okkar liði. Ég treysti liðsandanum og andlega styrknum. Þannig að við sjáumst á leiknum." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram í kvöld er fram fara tveir leikir. Porto tekur á móti Malaga og Arsenal fær Bayern München í heimsókn. Þetta eru fyrri leikir liðanna í sextán liða úrslitunum. Það var vígahugur í Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á blaðamannafundi í gær. Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni í vetur og var harðlega gagnrýndur aftur um helgina er Arsenal lauk keppni í bikarnum með tapi gegn Blackburn. Stjórinn franski er farinn að láta blaðamenn pirra sig. „Menn segja að ég taki bikarinn ekki alvarlega. Ég hef unnið enska bikarinn fjórum sinnum. Hver hefur unnið oftar?" sagði Wenger reiður út í fjölmiðlamenn. „Það er alls konar innihaldslaus gagnrýni í gangi sem erfitt er að sætta sig við. Það er nóg til af sérfræðingum að tjá sig en þeir hafa ekki endilega rétt fyrir sér." Arsenal hefur ekki unnið titil í átta ár undir stjórn Wengers og Meistaradeildin er eina keppnin þar sem Arsenal á möguleika á titli í ár. „Maður tekur þátt í keppnum til þess að vinna þær. Á einhverju stigi þarf maður að mæta virkilega sterku liði. Ef ég á að taka eitthvað mark á ykkur þá erum við ekki líklegir til þess að ná árangri," sagði Wenger sem ætlar að þagga niður í efasemdarmönnum í kvöld. „Ég treysti gæðunum í okkar liði. Ég treysti liðsandanum og andlega styrknum. Þannig að við sjáumst á leiknum."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira