Fréttastjóri RÚV segir tillögu á þingi óhæfu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2013 07:00 Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gagnrýnir að stjórnmálaflokkar eigi að fá "frítt spil í dagskránni“. Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira