Fréttastjóri RÚV segir tillögu á þingi óhæfu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2013 07:00 Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gagnrýnir að stjórnmálaflokkar eigi að fá "frítt spil í dagskránni“. Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira