Fréttastjóri RÚV segir tillögu á þingi óhæfu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2013 07:00 Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gagnrýnir að stjórnmálaflokkar eigi að fá "frítt spil í dagskránni“. Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira