Erlent

Fundu tvær 160 ára gamlar járnbrautalestir á hafsbotni

Kafarar hafa fundið tvær gufuknúnar járnbrautalestir á hafsbotni skammt undan ströndum New Jersey.

Talið er að lestir þessar séu yfir 160 ára gamlar en ekki liggur ljóst fyrir hvernig þær höfnuðu á 30 metra dýpi á þessum stað. Hugsanlega hafa þær verið um borð í skipi frá Boston en síðan kastað frá borði til að koma í veg fyrir að skipið sykki eftir að það hafði fengið brotsjó á sig.

Í bandarískum fjölmiðlum kemur fram að lestirnar tvær séu í góðu ásigkomulagi og ekki mikið ryðgaðar. Lestasafn í New Jersey hefur áhuga á að koma þeim í upphaflegt horf og hafa þær síðan til sýnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×