Ætlar í baráttu við Gmail Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2013 14:54 Tölvurisinn Microsoft er svo fullviss um að fyrirtækið hafi upp á bestu tölvupóstsþjónustuna að bjóða að það ætlar að verja tæpum fjórum milljörðum króna í að koma skilaboðunum á framfæri vestanhafs. Ballið byrjar í dag þegar tölvupóstsþjónusta Microsoft, Outlook, hefur auglýsingaherferð sína. Um leið verða allir notendur Hotmail og MSN, sem einnig eru í eigu Microsoft, færðir yfir til Outlook. Geri notendur það ekki að eigin frumkvæði gerist það sjálfkrafa fyrir sumarlok. Hörð barátta er á tölvupóstsmarkaðnum vegna þess hve reglulega notendur athuga hvort eitthvað hafi borist í innhólf sín. Það gerir þjónustuaðilum kleift að fylgjast með notendum sínum og safna upplýsingum um þá sem er lykilatriðið þegar kemur að auglýsingasölu. Vefsíður um allan heim reka sig fyrst og fremst á formi auglýsingasölu. Microsoft hefur nú opnað vefsíðuna Outlook.com sem hefur verið í vinnslu frá því í júlí 2012. Nýja síðan verður í forgrunni auglýsinga í sjónvarpi, útvarpi, á veggspjöldum og á strætisvögnum um öll Bandaríkin. Talið er að Microsoft muni verja á bilinu 4-12 milljarða króna næstu þrjá mánuðu í herferð sína. Á sama tíma mun Microsoft birta aðrar auglýsingar þar sem ófögrum orðum er farið um keppinautinn, Gmail. Þar segir að tölvupóstsþjónustan, sú vinsælasta í heimi sem stendur, skanni einfaldlega tölvupósta notenda til þess að geta snarað út auglýsingum tengdum efni póstanna. „Við erum að reyna að ná til fólks sem er orðið latt og sátt við tölvupóstsþjónustu sem er alls ekki það góð og sýna því hvað við getum gert fyrir það," segir Dharmesh Mehta einn af forsvarsmönnum Outlook. Gmail er vinsælasta tölvupóstsþjónustan í heiminum í dag þótt tölur um notendafjölda séu á reiki. Að eigin sögn eru 425 milljón notenda en í úttekt comScore, sem telur ekki farsímanotendur með, eru notendur sagðir 306 milljón talsins. Næst kemur Yahoo með 293 milljón og Hotmail með 267 milljón notendur.Nánar um málið hér. Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Tölvurisinn Microsoft er svo fullviss um að fyrirtækið hafi upp á bestu tölvupóstsþjónustuna að bjóða að það ætlar að verja tæpum fjórum milljörðum króna í að koma skilaboðunum á framfæri vestanhafs. Ballið byrjar í dag þegar tölvupóstsþjónusta Microsoft, Outlook, hefur auglýsingaherferð sína. Um leið verða allir notendur Hotmail og MSN, sem einnig eru í eigu Microsoft, færðir yfir til Outlook. Geri notendur það ekki að eigin frumkvæði gerist það sjálfkrafa fyrir sumarlok. Hörð barátta er á tölvupóstsmarkaðnum vegna þess hve reglulega notendur athuga hvort eitthvað hafi borist í innhólf sín. Það gerir þjónustuaðilum kleift að fylgjast með notendum sínum og safna upplýsingum um þá sem er lykilatriðið þegar kemur að auglýsingasölu. Vefsíður um allan heim reka sig fyrst og fremst á formi auglýsingasölu. Microsoft hefur nú opnað vefsíðuna Outlook.com sem hefur verið í vinnslu frá því í júlí 2012. Nýja síðan verður í forgrunni auglýsinga í sjónvarpi, útvarpi, á veggspjöldum og á strætisvögnum um öll Bandaríkin. Talið er að Microsoft muni verja á bilinu 4-12 milljarða króna næstu þrjá mánuðu í herferð sína. Á sama tíma mun Microsoft birta aðrar auglýsingar þar sem ófögrum orðum er farið um keppinautinn, Gmail. Þar segir að tölvupóstsþjónustan, sú vinsælasta í heimi sem stendur, skanni einfaldlega tölvupósta notenda til þess að geta snarað út auglýsingum tengdum efni póstanna. „Við erum að reyna að ná til fólks sem er orðið latt og sátt við tölvupóstsþjónustu sem er alls ekki það góð og sýna því hvað við getum gert fyrir það," segir Dharmesh Mehta einn af forsvarsmönnum Outlook. Gmail er vinsælasta tölvupóstsþjónustan í heiminum í dag þótt tölur um notendafjölda séu á reiki. Að eigin sögn eru 425 milljón notenda en í úttekt comScore, sem telur ekki farsímanotendur með, eru notendur sagðir 306 milljón talsins. Næst kemur Yahoo með 293 milljón og Hotmail með 267 milljón notendur.Nánar um málið hér.
Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira