Búist er við því að allt að 25 þúsund manns munu fylgjast með fyrstu opnu æfingum Bayern München undir stjórn knattspyrnustjórans Pep Guardiola.
Ákveðið var að færa æfingarnar inn á Allianz Arena-leikvanginn í München vegna þess hversu mikill áhugi var hjá stuðningsmönnum Bayern fyrir komu Guardiola.
Aðeins 25 þúsund fá miða á æfingarnar en miðaverð verður aðeins fimm evrur en allar tekjur munu renna til fórnarlamba flóðanna í Þýskalandi í vor.
Guardiola tekur formlega við störfum á mánudaginn og heldur þá blaðamannafund. Guardiola mun hafa lagt mikið á sig til að læra þýsku og stefnir að því að tala þýsku við fjölmiðlamennina.
Bayern vann þrefalt á síðastliðnu tímabili undir stjórn hins margreynda Jupp Heynckes.
Stór hópur tekur á móti Guardiola
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn