Vill niðurskurð útgjalda til lista og menningar Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2013 12:32 Vaxandi er sú krafa í samfélaginu að skorið verði niður til menningar- og lista til að ná fram hallalausum ríkisrekstri. Afstaða Gríms Gíslasonar er einörð í þeim efnum. Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokkum, ætlast til þess af forystu flokksins að skorið verði niður til menningarmála. Þetta er spurning um forgangsröðun að hans sögn. Hann telur um 40 til 60 milljarða að tefla.Lafhræddir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun og þar koma fram miklar áhyggjur af því að skorið verði niður til menningar og lista. Vigdís Hauksdóttir alþingismaður er formaður fjárlaganefndar en hún á jafnframt sæti í niðurskurðarnefnd ríkisstjórnarinnar. Spurð hvort eitthvað liggi fyrir um hvar hnífurinn fari á loft segir hún að það muni liggja fyrir 1. október, þegar þing kemur saman og fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hún segir að við gerð fjárlagafrumvarps verði litið til hugmynda niðurskurðarnefndarinnar, en störf þar ganga vel að hennar sögn. Í grein Kolbrúnar segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Alls er um að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. „Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða,“ segir Kolbrún.Gallharður Grímur Forseti BÍL og listunnendur almennt hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að ekki sé bara um að tefla þessar 720 milljónir sem Kolbrún nefnir. Hann telur fjármuni sem renna í þennan geira eitthvað til að tala um. „Sko, þessir sjóðir eru bara lítið brot af framlagi ríkisins til menningar og lista. Það framlag nemur tugum milljarða. Ætli væri ekki hægt að reka Landsspítala Háskólasjúkrahús á ári fyrir það sama og fer til menningar og lista. Einhver staðar heyrði ég talað um 40 til 60 milljarða þegar allt er til tekið. Við erum með eitthvað nálægt einum milljarði í Þjóðleikhús, milljarð í Sinfóníu, 500 milljónir í listamannalaun, bein laun, hundruð milljóna í dansflokkinn ...“Kolbrún er áhyggjufull og má vera það.Ekki öll list ríkisstyrkt Grímur telur nauðsyn að skera þar niður til að reka hallalausan ríkissjóð og ætlast til þess af sínum mönnum í ríkisstjórn; Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og hans fólki í fjármálaráðuneytinu þar sem menn eru að sjóða fjárlagafrumvarp saman. „Ég vil vernda grunnþjónustuna; skóla, heilbrigðismál, löggæslu. Þetta eru algjörar grunnstoðir í samfélaginu. Við getum alveg komist af án þess að styrkja listir beint. Við erum með fullt af listum sem njóta engra styrkja. Ég fer á popptónleika og hlusta á hljómsveit sem nýtur engra styrkja. Hún spilar bara og gerir það bara gott.“ Kolbrún rekur, í áðurnefndri grein sinni, að gerð hafi verið rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi, sem leiddi í ljós að árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og að þær skapa um 10.000 ársstörf. „Um þessar mundir starfa fjögur ráðuneyti saman að því að skilgreina stjórnsýslu greinanna og framtíðarstefnu á grundvelli skýrslu sem gefin var út á haustdögum 2012.“Gefur lítið fyrir speki Churchills Þegar farið var fram á það við Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, að hann skæri niður framlög til menningarmála vegna kostnaðar við stríðsrekstur svaraði hann einfaldlega: Til hvers er þá barist? Grímur gefur lítið fyrir þessa speki Churchills. „Við höfum lítið við menningu að gera þegar allir eru dauðir. Við verðum að forgangsraða. Ég ætla bara að vona að núverandi ríkisstjórn hafi kjark til að skera niður þar sem hægt er að skera niður án þess að hrikti í grunnstoðum samfélagsins. Ég geri þá kröfu.“ Grímur geri ráð fyrir því að þessi sjónarmið hans muni mæta harðri andstöðu, hann segist ekkert vera á móti menningu og listum. „En, hvort viltu geta farið á spítalann eða Þjóðleikhúsið? Ef þú þarft að velja? Þú ferð ekki í Þjóðleikhúsið ef þú ert veikur. Þú getur látið þig hafa það að sleppa því að fara í Þjóðleikhúsið en þú lætur þig ekki hafa það að fara á spítalann ef þú ert veikur.“ Tengdar fréttir Óttaslegnir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. 3. september 2013 08:29 Stöndum vörð um skapandi atvinnugreinar Ekki líður á löngu þar til fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Þess er nú beðið með eftirvæntingu í opinberum stofnunum og meðal þeirra sem reiða sig á opinber framlög 3. september 2013 06:00 Sjón hraunar yfir Vestmannaeyinga Telur besta fólkinu hafa verið rænt af Tyrkjum og restina sitja eftir við útgerðarmannadekur og brekkusöng. 3. september 2013 16:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokkum, ætlast til þess af forystu flokksins að skorið verði niður til menningarmála. Þetta er spurning um forgangsröðun að hans sögn. Hann telur um 40 til 60 milljarða að tefla.Lafhræddir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun og þar koma fram miklar áhyggjur af því að skorið verði niður til menningar og lista. Vigdís Hauksdóttir alþingismaður er formaður fjárlaganefndar en hún á jafnframt sæti í niðurskurðarnefnd ríkisstjórnarinnar. Spurð hvort eitthvað liggi fyrir um hvar hnífurinn fari á loft segir hún að það muni liggja fyrir 1. október, þegar þing kemur saman og fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hún segir að við gerð fjárlagafrumvarps verði litið til hugmynda niðurskurðarnefndarinnar, en störf þar ganga vel að hennar sögn. Í grein Kolbrúnar segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Alls er um að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. „Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða,“ segir Kolbrún.Gallharður Grímur Forseti BÍL og listunnendur almennt hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að ekki sé bara um að tefla þessar 720 milljónir sem Kolbrún nefnir. Hann telur fjármuni sem renna í þennan geira eitthvað til að tala um. „Sko, þessir sjóðir eru bara lítið brot af framlagi ríkisins til menningar og lista. Það framlag nemur tugum milljarða. Ætli væri ekki hægt að reka Landsspítala Háskólasjúkrahús á ári fyrir það sama og fer til menningar og lista. Einhver staðar heyrði ég talað um 40 til 60 milljarða þegar allt er til tekið. Við erum með eitthvað nálægt einum milljarði í Þjóðleikhús, milljarð í Sinfóníu, 500 milljónir í listamannalaun, bein laun, hundruð milljóna í dansflokkinn ...“Kolbrún er áhyggjufull og má vera það.Ekki öll list ríkisstyrkt Grímur telur nauðsyn að skera þar niður til að reka hallalausan ríkissjóð og ætlast til þess af sínum mönnum í ríkisstjórn; Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og hans fólki í fjármálaráðuneytinu þar sem menn eru að sjóða fjárlagafrumvarp saman. „Ég vil vernda grunnþjónustuna; skóla, heilbrigðismál, löggæslu. Þetta eru algjörar grunnstoðir í samfélaginu. Við getum alveg komist af án þess að styrkja listir beint. Við erum með fullt af listum sem njóta engra styrkja. Ég fer á popptónleika og hlusta á hljómsveit sem nýtur engra styrkja. Hún spilar bara og gerir það bara gott.“ Kolbrún rekur, í áðurnefndri grein sinni, að gerð hafi verið rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi, sem leiddi í ljós að árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og að þær skapa um 10.000 ársstörf. „Um þessar mundir starfa fjögur ráðuneyti saman að því að skilgreina stjórnsýslu greinanna og framtíðarstefnu á grundvelli skýrslu sem gefin var út á haustdögum 2012.“Gefur lítið fyrir speki Churchills Þegar farið var fram á það við Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, að hann skæri niður framlög til menningarmála vegna kostnaðar við stríðsrekstur svaraði hann einfaldlega: Til hvers er þá barist? Grímur gefur lítið fyrir þessa speki Churchills. „Við höfum lítið við menningu að gera þegar allir eru dauðir. Við verðum að forgangsraða. Ég ætla bara að vona að núverandi ríkisstjórn hafi kjark til að skera niður þar sem hægt er að skera niður án þess að hrikti í grunnstoðum samfélagsins. Ég geri þá kröfu.“ Grímur geri ráð fyrir því að þessi sjónarmið hans muni mæta harðri andstöðu, hann segist ekkert vera á móti menningu og listum. „En, hvort viltu geta farið á spítalann eða Þjóðleikhúsið? Ef þú þarft að velja? Þú ferð ekki í Þjóðleikhúsið ef þú ert veikur. Þú getur látið þig hafa það að sleppa því að fara í Þjóðleikhúsið en þú lætur þig ekki hafa það að fara á spítalann ef þú ert veikur.“
Tengdar fréttir Óttaslegnir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. 3. september 2013 08:29 Stöndum vörð um skapandi atvinnugreinar Ekki líður á löngu þar til fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Þess er nú beðið með eftirvæntingu í opinberum stofnunum og meðal þeirra sem reiða sig á opinber framlög 3. september 2013 06:00 Sjón hraunar yfir Vestmannaeyinga Telur besta fólkinu hafa verið rænt af Tyrkjum og restina sitja eftir við útgerðarmannadekur og brekkusöng. 3. september 2013 16:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Óttaslegnir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. 3. september 2013 08:29
Stöndum vörð um skapandi atvinnugreinar Ekki líður á löngu þar til fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Þess er nú beðið með eftirvæntingu í opinberum stofnunum og meðal þeirra sem reiða sig á opinber framlög 3. september 2013 06:00
Sjón hraunar yfir Vestmannaeyinga Telur besta fólkinu hafa verið rænt af Tyrkjum og restina sitja eftir við útgerðarmannadekur og brekkusöng. 3. september 2013 16:15