Fimm félög enn með fullt hús í Evrópudeildinni - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2013 17:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Enska liðið Tottenham, ítalska liðið Fiorentina, búlgarska liðið Ludogorets Razgrad, austurríska liðið Red Bull Salzburg og þýska liðið Eintracht Frankfurt eru öll með níu stig af níu mögulegum eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Evrópudeildinni í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur í 2-0 sigri á Sheriff Tiraspol í Moldavíu en það voru Jan Vertonghen og Jermain Defoe sem skoruðu mörk liðsins. Tottenham hefur unnið alla fimm Evrópuleiki sína á tímabilinu og er ekki enn búið að fá á sig mark. Hristo Zlatinski tryggði búlgarska liðinu Ludogorets 1-0 útisigur á Chornomorets Odessa en Búlgarnirnir eru með 9 stig og markatöluna 6-0 eftir þrjá leiki. Fiorentina vann öruggan 3-0 heimasigur á rúmenska liðinu Pandurii Târgu Jiu og Eintracht Frankfurt vann ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv 2-0. Bæði eru þau með fullt hús. Red Bull Salzburg og Standard Liege misstu bæði mann af velli í fyrri hálfleik og KR-banarnir frá Belgíu enduðu síðan leikinn níu á móti tíu. Red Bull Salzburg komst í 2-0 og vann leikinn á endanum 2-1 en austurríska liðið er því með fullt hús og þriggja stiga forskot á danska liðið Esbjerg. Kristinn Jakobsson sleppti því að gefa leikmanni Swansea rautt spjald í fyrri hálfeik en dæmdi svo réttilega víti í uppbótartíma þar sem að Djibril Cissé tryggði Kuban Krasnodar 1-1 jafntefli á útivelli á móti Swansea. Swansea var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og aðeins hársbreidd frá því að vinna þann þriðja í Wales í kvöld. FH-banarnir í Genk töpuðu sínum fyrstu stigum í riðlakeppninni þegar Belgarnir gerðu 1-1 jafntefli við Rapid Vín á heimavelli. Genk var yfir rúman klukkutíma en Austurríkismennirnir jöfnuðu átta mínútum fyrir leikslok. Spænska liðið Sevilla tapaði líka sínum fyrstu stigum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Slovan Liberec á útivelli.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:- Leikir sem hófust klukkan 19.05 -C-riðillElfsborg - Esbjerg 1-2 0-1 Hans Henrik Andreasen (7.), 0-2 Hans Henrik Andreasen (67.), 1-2 Jon Jönsson (69.) Red Bull Salzburg - Standard Liege 2-1 1-0 Jonathan Soriano (53.), 2-0 André Ramalho (85.), 2-1 Geoffrey Mujangi Bia (88.)A-riðillSwansea - Kuban Krasnodar 1-1 1-0 Michu (68.), 1-1, Djibril Cissé, víti (90.+3)Valencia - St. Gallen 5-1 1-0 Paco Alcácer (12.), 2-0 Fede Cartabia (21.), 3-0 Fede Cartabia (30.), 4-0 Ricardo Costa (33.), 5-0 Sergio Canales (71.), 5-1 Stephane Nater (74.)E-riðillFC Pacos - Dnipro 0-2 0-1 Ruslan Rotan (93.), 0-2 Yevhen Konoplyanka (86.)Fiorentina - Pandurii Targu Jiu 3-0 1-0 Joaquín (26.), 2-0 Ryder Matos (34.), 3-0 Juan Cuadrado (69.)B-riðillChernomorets Odessa - Ludogorets 0-1 0-1 Hristo Zlatinski (45.)Dinamo Zagreb - PSV Eindhoven 0-0 D-riðillWigan - Rubin Kazan 1-1 0-1 Aleksandr Prudnikov (16.), 1-1 Nick Powell (40.) Zulte Waregem - NK Maribor 1-3 1-0 Davy De Fauw (12.), 1-1 Matic Crnic (21.), 1-2 Ales Mertelj (34.), 1-3 Dejan Mezga (49.)F-riðillBordeaux - Apoel Nicosia 2-1 1-0 Ludovic Sané (24.), 1-1 Esmaël Gonçalves (45.), 2-1 Henrique (90.)Frankfurt - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Václav Kadlec (13.), 2-0 Alexander Meier (53.)- Leikir sem hófust klukkan 16.00 eða 17.00 -K-riðill Anzhi Makhachkala - Tromsö 1-0 1-0 Nikita Burmistrov (18.) Sheriff Tiraspol - Tottenham 0-2 0-1 Jan Vertonghen (12.), 0-2 Jermain Defoe (75.)L-riðillShakhter Karagandy - AZ Alkmaar 1-1 1-0 Andrey Finonchenko (11.), 1-1 Jóhann Berg Gudmundsson (26.) PAOK - Maccabi Haifa 3-2 0-1 Dino Ndlovu (13.), 0-2 Eyal Golasa (21.), 1-2 Miguel Vítor (35.), 2-2 Sotiris Ninis (39.), 3-2 Dimitris Salpingidis (66.)I-riðillLyon - Rijeka 1-0 1-0 Clément Grenier (67.)Real Betis - Vitória de Guimaraes 1-0 1-0 Álvaro Vadillo (50.) H-riðillSlovan Liberec - Sevilla 1-1 1-0 Michal Rabusic (20.), 1-1 Vitolo (88.)Freiburg - Estoril Praia 1-1 1-0 Vladimir Darida (11.), 1-1 Sebá (53.)J-riðillTrabzonspor - Legia Varsjá 2-0 1-0 Marc Janko (7.), 2-0 Olcan Adin (82.) Apollon Limassol - Lazio 0-0 G-riðillGenk - Rapid Vín 1-1 1-0 Julien Gorius (21.), 1-1 Marcel Sabitzer (82.) Dynamo Kiev - FC Thun 3-0 1-0 Andriy Yarmolenko (35.), 2-0 Dieumerci Mbokani (60.), 3-0 Oleh Husyev (78.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira
Enska liðið Tottenham, ítalska liðið Fiorentina, búlgarska liðið Ludogorets Razgrad, austurríska liðið Red Bull Salzburg og þýska liðið Eintracht Frankfurt eru öll með níu stig af níu mögulegum eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Evrópudeildinni í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var hvíldur í 2-0 sigri á Sheriff Tiraspol í Moldavíu en það voru Jan Vertonghen og Jermain Defoe sem skoruðu mörk liðsins. Tottenham hefur unnið alla fimm Evrópuleiki sína á tímabilinu og er ekki enn búið að fá á sig mark. Hristo Zlatinski tryggði búlgarska liðinu Ludogorets 1-0 útisigur á Chornomorets Odessa en Búlgarnirnir eru með 9 stig og markatöluna 6-0 eftir þrjá leiki. Fiorentina vann öruggan 3-0 heimasigur á rúmenska liðinu Pandurii Târgu Jiu og Eintracht Frankfurt vann ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv 2-0. Bæði eru þau með fullt hús. Red Bull Salzburg og Standard Liege misstu bæði mann af velli í fyrri hálfleik og KR-banarnir frá Belgíu enduðu síðan leikinn níu á móti tíu. Red Bull Salzburg komst í 2-0 og vann leikinn á endanum 2-1 en austurríska liðið er því með fullt hús og þriggja stiga forskot á danska liðið Esbjerg. Kristinn Jakobsson sleppti því að gefa leikmanni Swansea rautt spjald í fyrri hálfeik en dæmdi svo réttilega víti í uppbótartíma þar sem að Djibril Cissé tryggði Kuban Krasnodar 1-1 jafntefli á útivelli á móti Swansea. Swansea var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og aðeins hársbreidd frá því að vinna þann þriðja í Wales í kvöld. FH-banarnir í Genk töpuðu sínum fyrstu stigum í riðlakeppninni þegar Belgarnir gerðu 1-1 jafntefli við Rapid Vín á heimavelli. Genk var yfir rúman klukkutíma en Austurríkismennirnir jöfnuðu átta mínútum fyrir leikslok. Spænska liðið Sevilla tapaði líka sínum fyrstu stigum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Slovan Liberec á útivelli.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:- Leikir sem hófust klukkan 19.05 -C-riðillElfsborg - Esbjerg 1-2 0-1 Hans Henrik Andreasen (7.), 0-2 Hans Henrik Andreasen (67.), 1-2 Jon Jönsson (69.) Red Bull Salzburg - Standard Liege 2-1 1-0 Jonathan Soriano (53.), 2-0 André Ramalho (85.), 2-1 Geoffrey Mujangi Bia (88.)A-riðillSwansea - Kuban Krasnodar 1-1 1-0 Michu (68.), 1-1, Djibril Cissé, víti (90.+3)Valencia - St. Gallen 5-1 1-0 Paco Alcácer (12.), 2-0 Fede Cartabia (21.), 3-0 Fede Cartabia (30.), 4-0 Ricardo Costa (33.), 5-0 Sergio Canales (71.), 5-1 Stephane Nater (74.)E-riðillFC Pacos - Dnipro 0-2 0-1 Ruslan Rotan (93.), 0-2 Yevhen Konoplyanka (86.)Fiorentina - Pandurii Targu Jiu 3-0 1-0 Joaquín (26.), 2-0 Ryder Matos (34.), 3-0 Juan Cuadrado (69.)B-riðillChernomorets Odessa - Ludogorets 0-1 0-1 Hristo Zlatinski (45.)Dinamo Zagreb - PSV Eindhoven 0-0 D-riðillWigan - Rubin Kazan 1-1 0-1 Aleksandr Prudnikov (16.), 1-1 Nick Powell (40.) Zulte Waregem - NK Maribor 1-3 1-0 Davy De Fauw (12.), 1-1 Matic Crnic (21.), 1-2 Ales Mertelj (34.), 1-3 Dejan Mezga (49.)F-riðillBordeaux - Apoel Nicosia 2-1 1-0 Ludovic Sané (24.), 1-1 Esmaël Gonçalves (45.), 2-1 Henrique (90.)Frankfurt - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Václav Kadlec (13.), 2-0 Alexander Meier (53.)- Leikir sem hófust klukkan 16.00 eða 17.00 -K-riðill Anzhi Makhachkala - Tromsö 1-0 1-0 Nikita Burmistrov (18.) Sheriff Tiraspol - Tottenham 0-2 0-1 Jan Vertonghen (12.), 0-2 Jermain Defoe (75.)L-riðillShakhter Karagandy - AZ Alkmaar 1-1 1-0 Andrey Finonchenko (11.), 1-1 Jóhann Berg Gudmundsson (26.) PAOK - Maccabi Haifa 3-2 0-1 Dino Ndlovu (13.), 0-2 Eyal Golasa (21.), 1-2 Miguel Vítor (35.), 2-2 Sotiris Ninis (39.), 3-2 Dimitris Salpingidis (66.)I-riðillLyon - Rijeka 1-0 1-0 Clément Grenier (67.)Real Betis - Vitória de Guimaraes 1-0 1-0 Álvaro Vadillo (50.) H-riðillSlovan Liberec - Sevilla 1-1 1-0 Michal Rabusic (20.), 1-1 Vitolo (88.)Freiburg - Estoril Praia 1-1 1-0 Vladimir Darida (11.), 1-1 Sebá (53.)J-riðillTrabzonspor - Legia Varsjá 2-0 1-0 Marc Janko (7.), 2-0 Olcan Adin (82.) Apollon Limassol - Lazio 0-0 G-riðillGenk - Rapid Vín 1-1 1-0 Julien Gorius (21.), 1-1 Marcel Sabitzer (82.) Dynamo Kiev - FC Thun 3-0 1-0 Andriy Yarmolenko (35.), 2-0 Dieumerci Mbokani (60.), 3-0 Oleh Husyev (78.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira