Barbara Berlusconi, dóttir Silvio Berlusconi, segir að faðir sinn muni aldrei selja AC Milan. Það verði áfram í eigu fjölskyldunnar.
Berlusconi keypti félagið árið 1986 og hann hefur engan áhuga á því að selja. Hann elskar félagið of mikið.
"Berlusconi-fjölskyldan mun aldrei selja félagið. Hún mun kannski fara í samstarf við aðra aðila en sala kemur ekki til greina," sagði Barbara.
Milan er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur verið talað um að Berlusconi geti misst félagið. Hann mun þó ekki gefast upp.
Berlusconi mun aldrei selja AC Milan

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
