Í föruneyti prinsins á Suðurskautslandinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. desember 2013 07:00 Íslenskur leiðangursstjóri frá Arctic Trucks fylgdi Harry Bretaprins á suðurpólinn. Mikill fögnuður braust út þegar leiðangursmenn stóðu á pólnum á hádegi í gær. Fréttablaðið/EPA „Harry Bretaprins er góður félagi, skemmtilegur og gaman að umgangast hann,“ segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctic Trucks. Hann var leiðangursstjóri í ferð prinsins og hermanna, sem hafa hlotið örkuml, á suðurpólinn. Hópurinn komst loks á pólinn í gær. Leiðir Emils og prinsins lágu fyrst saman í sumar þegar prinsinn æfði sig á Langjökli fyrir pólgönguna. Arctic Trucks sáu um að aka sjónvarpsfólki, læknum og aðstoðarfólki sem var með prinsinum og ferðafélögum hans á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn hófst formlega 22. nóvember þegar hópurinn kom upp á jökulbreiðuna. Hópnum var skipt upp í þrjá minni hópa. Í hverjum hópi voru fjórir hermenn sem höfðu særst, leiðsögumaður, aðstoðarmaður og einn frægur. Hinir frægu sem tóku þátt í göngunni á pólinn voru, auk Harrys, leikararnir Alexander Skarsgaard og Dominic West. Í upphafi var gert ráð fyrir að hóparnir myndu keppa um hver yrði fljótastur á áfangastað en fljótlega var ákveðið að hætta keppni og stytta dagleiðirnar. Líkamlegt ástand leiðangursmanna var mjög misjafnt, þarna voru hermenn sem höfðu misst útlimi, brennst og einn var blindur. Upphaflega átti að ganga 334 kílómetra en stytta þurfti gönguna niður í 200 kílómetra. Veður og smávægileg meiðsl sumra leiðangursmanna urðu til þess. Leiðangursmenn voru með farangur sinn á sleðum og varð hver og einn að draga 60 til 90 kíló. „Það kom fljótlega í ljós að sumir hermennirnir sem höfðu særst voru ekki nógu líkamlega sterkir til að draga púlkurnar, svo þeir sem hraustari voru léttu af púlkunum hjá þeim,“ segir Emil. Emil segir að frostið hafi verið frá 24 gráðum og niður í rúmlega 30 gráður. Þegar tekið var tillit til vindkælingar hafi kuldinn verið rúmlega 40 stig. Emil segir að engan hafi kalið illa, en nokkrir fengið lítil kalsár. Það var svo á hádegi að staðartíma í gær sem leiðangursmenn stóðu á pólnum, í ískulda en glaðasólskini. „Allir komust þeir á pólinn og það var mikil gleði. Það var tekin góð stund í að mynda og fagna áfanganum,“ segir Emil. Svo var haldið til baka en hópurinn ákvað að slá upp tjaldbúðum tuttugu kílómetra frá pólnum. „Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi þurft að aka yfir rifskafla og bíllinn hafi hossast mikið á leiðinni. Leiðangursmenn fara svo með flugi um helgina til Suður-Afríku en Emil sagði að það væri ekki alveg komið á hreint hvenær hann kæmi heim. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Harry Bretaprins er góður félagi, skemmtilegur og gaman að umgangast hann,“ segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctic Trucks. Hann var leiðangursstjóri í ferð prinsins og hermanna, sem hafa hlotið örkuml, á suðurpólinn. Hópurinn komst loks á pólinn í gær. Leiðir Emils og prinsins lágu fyrst saman í sumar þegar prinsinn æfði sig á Langjökli fyrir pólgönguna. Arctic Trucks sáu um að aka sjónvarpsfólki, læknum og aðstoðarfólki sem var með prinsinum og ferðafélögum hans á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn hófst formlega 22. nóvember þegar hópurinn kom upp á jökulbreiðuna. Hópnum var skipt upp í þrjá minni hópa. Í hverjum hópi voru fjórir hermenn sem höfðu særst, leiðsögumaður, aðstoðarmaður og einn frægur. Hinir frægu sem tóku þátt í göngunni á pólinn voru, auk Harrys, leikararnir Alexander Skarsgaard og Dominic West. Í upphafi var gert ráð fyrir að hóparnir myndu keppa um hver yrði fljótastur á áfangastað en fljótlega var ákveðið að hætta keppni og stytta dagleiðirnar. Líkamlegt ástand leiðangursmanna var mjög misjafnt, þarna voru hermenn sem höfðu misst útlimi, brennst og einn var blindur. Upphaflega átti að ganga 334 kílómetra en stytta þurfti gönguna niður í 200 kílómetra. Veður og smávægileg meiðsl sumra leiðangursmanna urðu til þess. Leiðangursmenn voru með farangur sinn á sleðum og varð hver og einn að draga 60 til 90 kíló. „Það kom fljótlega í ljós að sumir hermennirnir sem höfðu særst voru ekki nógu líkamlega sterkir til að draga púlkurnar, svo þeir sem hraustari voru léttu af púlkunum hjá þeim,“ segir Emil. Emil segir að frostið hafi verið frá 24 gráðum og niður í rúmlega 30 gráður. Þegar tekið var tillit til vindkælingar hafi kuldinn verið rúmlega 40 stig. Emil segir að engan hafi kalið illa, en nokkrir fengið lítil kalsár. Það var svo á hádegi að staðartíma í gær sem leiðangursmenn stóðu á pólnum, í ískulda en glaðasólskini. „Allir komust þeir á pólinn og það var mikil gleði. Það var tekin góð stund í að mynda og fagna áfanganum,“ segir Emil. Svo var haldið til baka en hópurinn ákvað að slá upp tjaldbúðum tuttugu kílómetra frá pólnum. „Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi þurft að aka yfir rifskafla og bíllinn hafi hossast mikið á leiðinni. Leiðangursmenn fara svo með flugi um helgina til Suður-Afríku en Emil sagði að það væri ekki alveg komið á hreint hvenær hann kæmi heim.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira