Íransþing ræðir hvort ákæra eigi Bandaríkjastjórn vegna atburðanna 1953 Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2013 11:46 Frá uppreisninni í Íran 19. ágúst árið 1953. Mynd/AP Íranska þingið hefur ákveðið að hraða umræðum um það hvort draga eigi Bandaríkin til saka vegna aðildar leyniþjónustunnar CIA að stjórnarbyltingunni árið 1953. Þetta er gert í kjölfar birtingar á bandarískum leyniskjölum, sem staðfesta að bandarísk stjórnvöld áttu í raun hlut að máli þegar vinstri stjórn Mohammeds Mossadeq forsætisráðherra var steypt af stóli. Byltingin gegn Mossadeq styrkti völd keisarans Mohammads Reza Pahlavi, sem hafði flúið land en sneri aftur þegar Mossadeq var farinn frá völdum. Keisarinn hrökklaðist frá völdum árið 1979 í stjórnarbyltingu Khomeinis erkiklerks og fylgismanna hans. Mossadeq var lýðræðislega kjörinn, en aðhylltist vinstri stefnu og hugðist þjóðnýta olíuvinnslu í landinu. Lengi hefur verið talið vitað að bæði bandarísk og bresk stjórnvöld hafi átt hlut að máli í byltingunni 1953, en það hefur ekki fengist staðfest með óyggjandi hætti fyrr en nú.Íranska þingið ræðir hlutdeild Bandaríkjanna í stjórnarbyltingunni 1953.Mynd/APUmræður um málið hefjast á íranska þinginu á morgun, og fær málið sérstaka flýtimeðferð samkvæmt samþykkt þingsins í dag. Þingmenn munu ræða hvernig hægt verði að hefja formlegt mál á hendur Bandaríkjunum. Í skjölunum, sem leynd hefur nú verið aflétt af sextíu árum eftir stjórnarbyltinguna, er að finna mun ítarlegri lýsingar á því sem gerðist en áður hafa komið fram. Þar kemur fram að bandaríska leyniþjónustan fékk menn á sínum vegum til að efna til mótmæla gegn stjórn Mossadeqs þann 19. ágúst árið 1953. Í beinu framhaldi voru liðsmenn lögreglu og sérsveita Írans, sem hliðhollir voru keisaranum, sendir á vettvang til að taka þátt í uppreisninni. Skriðdrekum var beitt og brátt náðu sveitir keisarans stjórn landsins á sitt vald. Þessi skjöl, sem hafa verið leynileg í sextíu ár, má lesa á vef Þjóðaröryggisskjalsafns Bandaríkjanna, National Security Archives. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Íranska þingið hefur ákveðið að hraða umræðum um það hvort draga eigi Bandaríkin til saka vegna aðildar leyniþjónustunnar CIA að stjórnarbyltingunni árið 1953. Þetta er gert í kjölfar birtingar á bandarískum leyniskjölum, sem staðfesta að bandarísk stjórnvöld áttu í raun hlut að máli þegar vinstri stjórn Mohammeds Mossadeq forsætisráðherra var steypt af stóli. Byltingin gegn Mossadeq styrkti völd keisarans Mohammads Reza Pahlavi, sem hafði flúið land en sneri aftur þegar Mossadeq var farinn frá völdum. Keisarinn hrökklaðist frá völdum árið 1979 í stjórnarbyltingu Khomeinis erkiklerks og fylgismanna hans. Mossadeq var lýðræðislega kjörinn, en aðhylltist vinstri stefnu og hugðist þjóðnýta olíuvinnslu í landinu. Lengi hefur verið talið vitað að bæði bandarísk og bresk stjórnvöld hafi átt hlut að máli í byltingunni 1953, en það hefur ekki fengist staðfest með óyggjandi hætti fyrr en nú.Íranska þingið ræðir hlutdeild Bandaríkjanna í stjórnarbyltingunni 1953.Mynd/APUmræður um málið hefjast á íranska þinginu á morgun, og fær málið sérstaka flýtimeðferð samkvæmt samþykkt þingsins í dag. Þingmenn munu ræða hvernig hægt verði að hefja formlegt mál á hendur Bandaríkjunum. Í skjölunum, sem leynd hefur nú verið aflétt af sextíu árum eftir stjórnarbyltinguna, er að finna mun ítarlegri lýsingar á því sem gerðist en áður hafa komið fram. Þar kemur fram að bandaríska leyniþjónustan fékk menn á sínum vegum til að efna til mótmæla gegn stjórn Mossadeqs þann 19. ágúst árið 1953. Í beinu framhaldi voru liðsmenn lögreglu og sérsveita Írans, sem hliðhollir voru keisaranum, sendir á vettvang til að taka þátt í uppreisninni. Skriðdrekum var beitt og brátt náðu sveitir keisarans stjórn landsins á sitt vald. Þessi skjöl, sem hafa verið leynileg í sextíu ár, má lesa á vef Þjóðaröryggisskjalsafns Bandaríkjanna, National Security Archives.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira