Vesturlönd búa sig undir hernað í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2013 10:53 Rannsóknarmenn frá Sameinuðu þjóðunum á vettvangi í Damaskus í gær. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum eru nú í óða önn að búa sig undir hugsanlegan hernað í Sýrlandi vegna efnavopnaárásar í úthverfum Damaskusborgar í síðustu viku. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöld engan vafa leika á því að efnavopn hafi verið notuð í Sýrlandi í síðustu viku og allt mannkyn verði nú að taka höndum saman um að draga þá til ábyrgðar, sem stóðu að þeirri árás, og tryggja að slíkt gerist aldrei aftur. Og breska stjórnin ætlar síðar í dag að taka ákvörðun um hvort þingið verði kallað sérstaklega saman til að ræða og hugsanlega veita stjórninni heimild til hernaðar. Sýrlandsstjórn sakar Bandaríkin um að vilja ekki bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn efnavopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna á vettvangi heldur vera staðráðin í að notfæra sér þetta tilefni til að hefja árásir. Sýrlendingar muni hins vegar verjast með öllum tiltækum ráðum. Bæði Rússar og Kínverjar hafa tekið illa í hugmyndir um að ráðast gegn Sýrlandsstjórn með hervaldi. Kínverjar segja ástandið nú minna á aðdraganda Íraksstríðsins: Vesturlönd fari of geyst í að draga ályktanir um það hverjir beri ábyrgðina. Og Rússar hvetja Vesturlönd til að sniðganga ekki Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en á þeim vettvangi hafa bæði Rússar og Kínverjar til þessa staðið gegn því að gripið verði til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn. Rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum hóf í gær rannsóknir á vettvangi í úthverfum Damaskusborgar í gær í von um að geta staðfest að efnavopn hafi í raun og veru verið notuð, og fá hugsanlega einnig botn í það hver notaði þau. Rannsóknarhópurinn hyggst halda rannsóknum sínum áfram í dag, en utanríkisráðherra Sýrlands fullyrti í morgun að tafir hafi orðið á því vegna innbyrðis deilna í röðum uppreisnarmanna. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum eru nú í óða önn að búa sig undir hugsanlegan hernað í Sýrlandi vegna efnavopnaárásar í úthverfum Damaskusborgar í síðustu viku. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöld engan vafa leika á því að efnavopn hafi verið notuð í Sýrlandi í síðustu viku og allt mannkyn verði nú að taka höndum saman um að draga þá til ábyrgðar, sem stóðu að þeirri árás, og tryggja að slíkt gerist aldrei aftur. Og breska stjórnin ætlar síðar í dag að taka ákvörðun um hvort þingið verði kallað sérstaklega saman til að ræða og hugsanlega veita stjórninni heimild til hernaðar. Sýrlandsstjórn sakar Bandaríkin um að vilja ekki bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn efnavopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna á vettvangi heldur vera staðráðin í að notfæra sér þetta tilefni til að hefja árásir. Sýrlendingar muni hins vegar verjast með öllum tiltækum ráðum. Bæði Rússar og Kínverjar hafa tekið illa í hugmyndir um að ráðast gegn Sýrlandsstjórn með hervaldi. Kínverjar segja ástandið nú minna á aðdraganda Íraksstríðsins: Vesturlönd fari of geyst í að draga ályktanir um það hverjir beri ábyrgðina. Og Rússar hvetja Vesturlönd til að sniðganga ekki Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en á þeim vettvangi hafa bæði Rússar og Kínverjar til þessa staðið gegn því að gripið verði til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn. Rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum hóf í gær rannsóknir á vettvangi í úthverfum Damaskusborgar í gær í von um að geta staðfest að efnavopn hafi í raun og veru verið notuð, og fá hugsanlega einnig botn í það hver notaði þau. Rannsóknarhópurinn hyggst halda rannsóknum sínum áfram í dag, en utanríkisráðherra Sýrlands fullyrti í morgun að tafir hafi orðið á því vegna innbyrðis deilna í röðum uppreisnarmanna.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira