Joe Biden segir hreinskilni Kínaforseta áhrifaríka Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2013 06:00 Joe Biden í Kína. Mynd/AP Bandarískir fréttamenn segja að Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, hafi komið svolítið beygður út af fundi með Xi Jinping, forseta Kína. Fundurinn varð töluvert lengri en til stóð og Biden vildi ekki svara neinum spurningum fjölmiðla að honum loknum. Þess í stað tók hann að ræða um samskipti Kína og Bandaríkjanna, sagði þau þurfa að byggja á gagnkvæmu trausti og að bæði ríkin geri ráð fyrir að hinu gangi gott eitt til í samskiptunum. Hvorki Biden né Xi minntust á deilur Kína við Japan og fleiri nágrannaríki um yfirráð yfir nokkrum eyjum og auðlindum í hafi. Ríkisfjölmiðlar í Kína hafa hins vegar gagnrýnt Bandaríkin fyrir að taka málstað Japana í þessum deilum og segja Bandaríkjastjórn hafa kosið að líta fram hjá ögrunum Japana, eins og það er orðað í leiðara China Daily, dagblaði kínversku stjórnarinnar, sem gefið er út á ensku. Í leiðaranum segir að ögranir Japana séu rót deilunnar, en Bandaríkin hafi ranglega ásakað Kína fyrir að hafa einhliða breytt ríkjandi ástandi í Austur-Kínahafi. Bandaríkin hafa á síðustu vikum, rétt eins og Japan og fleiri ríki við Austur-Kínahafið, gagnrýnt nýlega ákvörðun Kínverja um að stækka lofthelgi sína, þannig að hún nái yfir hinar umdeildu eyjar, en þetta gerðu Kínverjar án samráðs við nágrannaríkin. Vafalítið er að þessi mál hafi borið á góma á fundi þeirra Bidens og Xis, en Biden sagði að loknum fundinum að hreinskilni Xis hefði haft töluverð áhrif á sig. „Hreinskilni skapar traust,“ sagði Biden. Þeir áttu annan fund síðar í gær ásamt ráðgjafarnefndum sínum, og svo snæddu þeir kvöldverð þar sem unnið var að málum er varða samstarf ríkjanna. Fyrr um daginn vakti athygli þegar Biden vék sér að ungum Kínverjum, sem biðu í röð í bandaríska sendiráðinu í Peking eftir afgreiðslu vegabréfsáritana. Hann notaði tækifærið til að hvetja unga fólkið til að fara eigin leiðir og óhlýðnast yfirvöldum, ef svo ber undir: „Börn í Bandaríkjunum eru verðlaunuð fyrir að draga ríkjandi ástand í efa, ekki refsað fyrir,“ sagði hann. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Bandarískir fréttamenn segja að Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, hafi komið svolítið beygður út af fundi með Xi Jinping, forseta Kína. Fundurinn varð töluvert lengri en til stóð og Biden vildi ekki svara neinum spurningum fjölmiðla að honum loknum. Þess í stað tók hann að ræða um samskipti Kína og Bandaríkjanna, sagði þau þurfa að byggja á gagnkvæmu trausti og að bæði ríkin geri ráð fyrir að hinu gangi gott eitt til í samskiptunum. Hvorki Biden né Xi minntust á deilur Kína við Japan og fleiri nágrannaríki um yfirráð yfir nokkrum eyjum og auðlindum í hafi. Ríkisfjölmiðlar í Kína hafa hins vegar gagnrýnt Bandaríkin fyrir að taka málstað Japana í þessum deilum og segja Bandaríkjastjórn hafa kosið að líta fram hjá ögrunum Japana, eins og það er orðað í leiðara China Daily, dagblaði kínversku stjórnarinnar, sem gefið er út á ensku. Í leiðaranum segir að ögranir Japana séu rót deilunnar, en Bandaríkin hafi ranglega ásakað Kína fyrir að hafa einhliða breytt ríkjandi ástandi í Austur-Kínahafi. Bandaríkin hafa á síðustu vikum, rétt eins og Japan og fleiri ríki við Austur-Kínahafið, gagnrýnt nýlega ákvörðun Kínverja um að stækka lofthelgi sína, þannig að hún nái yfir hinar umdeildu eyjar, en þetta gerðu Kínverjar án samráðs við nágrannaríkin. Vafalítið er að þessi mál hafi borið á góma á fundi þeirra Bidens og Xis, en Biden sagði að loknum fundinum að hreinskilni Xis hefði haft töluverð áhrif á sig. „Hreinskilni skapar traust,“ sagði Biden. Þeir áttu annan fund síðar í gær ásamt ráðgjafarnefndum sínum, og svo snæddu þeir kvöldverð þar sem unnið var að málum er varða samstarf ríkjanna. Fyrr um daginn vakti athygli þegar Biden vék sér að ungum Kínverjum, sem biðu í röð í bandaríska sendiráðinu í Peking eftir afgreiðslu vegabréfsáritana. Hann notaði tækifærið til að hvetja unga fólkið til að fara eigin leiðir og óhlýðnast yfirvöldum, ef svo ber undir: „Börn í Bandaríkjunum eru verðlaunuð fyrir að draga ríkjandi ástand í efa, ekki refsað fyrir,“ sagði hann.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira