Erlent

Brasilísk stjórnvöld boða umbætur

Mótmælin hafa nú staðið yfir í rúma viku.
Mótmælin hafa nú staðið yfir í rúma viku. mynd/afp
Stjórnvöld í Brasilíu ætla að grípa til umbótaaðgerða til að reyna að lægja mótmælaöldur í landinu. Dilma Rousseff, forseti landsins, lýsti þessu yfir í sjónvarpsviðtali. Þar sagði hún að hugað yrði sérstaklega að því að bæta almenningssamgöngur í landinu, menntun og heilbrigðisþjónustu.

Upphaflega voru mótmælin vegna hækkunar á gjaldskrá almenningsvagna í Sao Paulo. Þau mögnuðust fljótt og urðu vettvangur fyrir almenning til að fá útrás fyrir bág kjör sín, og hafa nú staðið yfir í rúmalega viku. Talið er að um tvær milljónir manns í yfir 80 borgum hafi tekið þátt í mótmælum í fyrrinótt.

Tugir hafa slasast í mótmælunum og einn er látinn, en mótmælin eru þau mestu í landinu síðan 1992. Þá hefur lögregla beitt táragasi og skotið fólk með gúmmikúlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×