Erlent

Vatni sprautað á mótmælendur í Istanbúl

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögregla sprautaði á mótmælendurna úr stórum dælubílum sem varð til þess að þeir höfðu sig á brott.
Lögregla sprautaði á mótmælendurna úr stórum dælubílum sem varð til þess að þeir höfðu sig á brott. mynd/ap
Óeirðalögregla sprautaði vatni á mótmælendur á Taksim-torgi í Istanbúl í dag við minningarathöfn um þá sem látið hafa lífið í undangengnum mótmælum.

Ekki hefur komið til átaka í tæplega viku og voru mótmælendurnir komnir saman á torginu til að minnast þriggja látinna mótmælenda og lögregluþjóns og hrópuðu þeir slagorð gegn stjórnvöldum.

Lögregla sprautaði á mótmælendurna úr stórum dælubílum sem varð til þess að þeir höfðu sig á brott. Var bílunum lagt í kjölfarið við helstu leiðir inn á torgið til þess að koma í veg fyrir frekari mótmæli.

Íbúar við torgið sjálft börðu á potta og pönnur til stuðnings mótmælendunum, en það hafa þeir jafnan gert frá því mótmælin hófust fyrir rúmum þremur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×