Sex ára dreng enn haldið í neðanjarðarbyrgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2013 14:33 Lögregluyfirvöld, þar með talin Alríkislögreglan (FBI), hefur girt af svæðið í nágrenni heimilis mannræningjans. Myndir/AP Í neðanjarðarbyrgi, einhvers staðar undir rauðum moldarveginum á myndinni hér til hliðar, hefur sex ára gömlum dreng verið haldið í gíslingu síðan á þriðjudag. Drengnum var rænt af byssumanni síðdegis á þriðjudag úr skólabíl í Miland City í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Mannræninginn skaut um leið 66 ára gamlan bílstjóra skólabílsins til bana. Bandaríski vefmiðillinn CNN fjallar ítarlega um málið á vefsíðu sinni enda hefur það vakið mikla athygli vestanhafs sem víðar. Í ljós hefur komið að mannræninginn átti að mæta fyrir rétt á miðvikudaginn vegna þess að nágranni hans sakar hann um að hafa reynt að skjóta sig. Þá á ræninginn að hafa unnið að gerð neðanjarðarbyrgisins að nóttu til í yfir ár. Enginn virðist þó skilja hvers vegna mannræninginn ákvað að ræna þessum ákveðna dreng. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um drenginn en fjölmiðlar vestanhafs hafa komist á snoðir um mannræningjann. Gegndi herskyldu í VíetnamSkólabíllinnMynd/APRæninginn er talinn heita Jimmy Lee Dykes, 65 ára gamall uppgjafarhermaður sem þjónaði í Víetnam stríðinu, og starfaði sem vörubílsstjóri. Jimmy Davis, nágranni Dykes, segir hinn grunaða hafa byrjað að grafa holu stuttu eftir að hann flutti inn í hverfið. Davis, sem starfar á næturna, segir í samtali við CNN að Dykes hafi grafið holuna aðra hverja nótt á milli klukkan tvö og þrjú í eitt og hálft ár. Hann hafi virðst vingjarnlegur og sagst vera að koma sér upp byrgi í tilfelli fellibyls eða storms. Dykes hafi þó sýnt á sér aðra hlið þegar kerra, sem Davis hafði í eftirdragi, olli skemmdum á hraðahindrun sem Dykes hafði komið upp á götunni sem liggur á milli húsa mannanna. Dykes hafi orðið reiður, náð í byssu og skotið tveimur skotum í áttina að bifreið granna síns að því er Claudia Davis, móðir Jimmy Davis, segir. Engan sakaði en sex mánaða gömul dóttir Claudiu Davis var farþegi í bílnum. Dykes átti að koma fyrir dóm vegna þessa máls í gær. Engin tengsl á milli drengsins og ræningjansLögreglan hefur komið upp vegatálmum í hverfinu.Mynd/APAnnar granni Dykes segir hann hafa barið hund hennar til dauða með blýröri og gortað sig af athæfinu við eiginmann hennar. „Hann gerði það fullkomlega ljóst að fólk og dýr sem kæmi inn á landareign hans yrði drepið," segir Ronda Wilbur granni Dykes við CNN. CNN fullyrðir að engin tengsl séu fyrir hendi á milli Dykes og sex ára gamla drengsins. Lögreglan hefur haft samskipti við Dykes í gegnum PVC rör sem liggur niður í byrgið. Litum og litabókum hefur verið komið til drengsins í gegnum rörið ásamt lyfjum sem hann þarf að taka daglega. Drengurinn tekur lyf vegna Asperges-heilkennis auk þess sem hann glímir við athyglisbrest. Skólum í nágrenninu hefur verið lokað í þrjár vikur og íbúum í næstu húsum hefur tímabundið verið komið fyrir í öðru húsnæði. Blaðamannafundur var fyrirhugaður seint í gær en hann var blásinn af þar sem lögreglan sagði engin ný tíðindi vera af málinu. Wally Olson, fógetinn í Dale-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærmorgun að hann hefði enga ástæðu til að telja að eitthvað amaði að drengnum. Tengdar fréttir Sex ára gömlum strák haldið í gíslingu Maður vopnaður byssu fór um borð í skólabíl í Alabama-fylki í morgun, tók sex ára gamlan dreng í gíslingu og drap bílstjórann sem reyndi að bjarga stráknum. 30. janúar 2013 16:58 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Í neðanjarðarbyrgi, einhvers staðar undir rauðum moldarveginum á myndinni hér til hliðar, hefur sex ára gömlum dreng verið haldið í gíslingu síðan á þriðjudag. Drengnum var rænt af byssumanni síðdegis á þriðjudag úr skólabíl í Miland City í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Mannræninginn skaut um leið 66 ára gamlan bílstjóra skólabílsins til bana. Bandaríski vefmiðillinn CNN fjallar ítarlega um málið á vefsíðu sinni enda hefur það vakið mikla athygli vestanhafs sem víðar. Í ljós hefur komið að mannræninginn átti að mæta fyrir rétt á miðvikudaginn vegna þess að nágranni hans sakar hann um að hafa reynt að skjóta sig. Þá á ræninginn að hafa unnið að gerð neðanjarðarbyrgisins að nóttu til í yfir ár. Enginn virðist þó skilja hvers vegna mannræninginn ákvað að ræna þessum ákveðna dreng. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um drenginn en fjölmiðlar vestanhafs hafa komist á snoðir um mannræningjann. Gegndi herskyldu í VíetnamSkólabíllinnMynd/APRæninginn er talinn heita Jimmy Lee Dykes, 65 ára gamall uppgjafarhermaður sem þjónaði í Víetnam stríðinu, og starfaði sem vörubílsstjóri. Jimmy Davis, nágranni Dykes, segir hinn grunaða hafa byrjað að grafa holu stuttu eftir að hann flutti inn í hverfið. Davis, sem starfar á næturna, segir í samtali við CNN að Dykes hafi grafið holuna aðra hverja nótt á milli klukkan tvö og þrjú í eitt og hálft ár. Hann hafi virðst vingjarnlegur og sagst vera að koma sér upp byrgi í tilfelli fellibyls eða storms. Dykes hafi þó sýnt á sér aðra hlið þegar kerra, sem Davis hafði í eftirdragi, olli skemmdum á hraðahindrun sem Dykes hafði komið upp á götunni sem liggur á milli húsa mannanna. Dykes hafi orðið reiður, náð í byssu og skotið tveimur skotum í áttina að bifreið granna síns að því er Claudia Davis, móðir Jimmy Davis, segir. Engan sakaði en sex mánaða gömul dóttir Claudiu Davis var farþegi í bílnum. Dykes átti að koma fyrir dóm vegna þessa máls í gær. Engin tengsl á milli drengsins og ræningjansLögreglan hefur komið upp vegatálmum í hverfinu.Mynd/APAnnar granni Dykes segir hann hafa barið hund hennar til dauða með blýröri og gortað sig af athæfinu við eiginmann hennar. „Hann gerði það fullkomlega ljóst að fólk og dýr sem kæmi inn á landareign hans yrði drepið," segir Ronda Wilbur granni Dykes við CNN. CNN fullyrðir að engin tengsl séu fyrir hendi á milli Dykes og sex ára gamla drengsins. Lögreglan hefur haft samskipti við Dykes í gegnum PVC rör sem liggur niður í byrgið. Litum og litabókum hefur verið komið til drengsins í gegnum rörið ásamt lyfjum sem hann þarf að taka daglega. Drengurinn tekur lyf vegna Asperges-heilkennis auk þess sem hann glímir við athyglisbrest. Skólum í nágrenninu hefur verið lokað í þrjár vikur og íbúum í næstu húsum hefur tímabundið verið komið fyrir í öðru húsnæði. Blaðamannafundur var fyrirhugaður seint í gær en hann var blásinn af þar sem lögreglan sagði engin ný tíðindi vera af málinu. Wally Olson, fógetinn í Dale-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærmorgun að hann hefði enga ástæðu til að telja að eitthvað amaði að drengnum.
Tengdar fréttir Sex ára gömlum strák haldið í gíslingu Maður vopnaður byssu fór um borð í skólabíl í Alabama-fylki í morgun, tók sex ára gamlan dreng í gíslingu og drap bílstjórann sem reyndi að bjarga stráknum. 30. janúar 2013 16:58 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Sex ára gömlum strák haldið í gíslingu Maður vopnaður byssu fór um borð í skólabíl í Alabama-fylki í morgun, tók sex ára gamlan dreng í gíslingu og drap bílstjórann sem reyndi að bjarga stráknum. 30. janúar 2013 16:58