Tromsö eins og að flytja heim á Ísafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2013 19:15 Ráðning Íslendings sem framkvæmdastjóra skrifstofu Norðurskautsráðsins er viðurkenning fyrir framlag Íslands til Norðurslóða, segir Magnús Jóhannesson, sem tók við starfinu í vikunni. Íslendingar buðu fram Reykjavík undir höfuðstöðvarnar en Tromsö hafði betur. Þjóðfánar þeirra átta ríkja sem mynda Norðurskautsráðsráðið voru leiddir fram við athöfn sem markaði stofnun fastaskrifstofu ráðsins. Aðildarlönd eru þau sem eiga lögsögu norðan heimskautsbaugs; Bandaríkin, Rússland og Kanada ásamt Norðurlöndunum. Með staðsetningu í Tromsö er Norðmönnum að takast að gera borgina að einskonar höfuðborg Norðurslóða. Íslendingur verður þó í lykilhlutverki. Magnús Jóhannesson undirritaði ráðningarsamning sem fyrsti framkvæmdastóri en hann var áður ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis. Magnús undirritaði síðan samning við utanríkisráðherra Noregs um að það verði heimaríki skrifstofunnar en við háborðið sátu einnig utanríkisráðherra Svíþjóðar og Norðurslóðaráðherra Kanada. Spurður hvort ráðningin væri ekki mikill persónulegur heiður svaraði Magnús í fréttum Stöðvar 2 að þetta væri ekki síður viðurkenning fyrir metnaðarfulla stefnu Íslendinga í málefnum Norðurslóða. Íslensk stjórnvöld kepptu hins vegar um að höfuðstöðvarnar yrðu í Reykjavík en Tromsö hafði betur í því kapphlaupi. Magnús kveðst ekki vita hversvegna Reykjavík varð undir en kvartar ekki undan því að flytja til Tromsö. „Þetta er nú bara eins og smábær á Vestfjörðum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði og mér finnst ég að sumu leyti vera kominn heim." Verkefni Magnúsar fyrstu mánuðina verður að koma skrifstofunni á fót í Tromsö og ráða nokkra starfsmenn. Markmiðið er að starfsemin verði komin á fullt í maímánuði í vor. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ráðning Íslendings sem framkvæmdastjóra skrifstofu Norðurskautsráðsins er viðurkenning fyrir framlag Íslands til Norðurslóða, segir Magnús Jóhannesson, sem tók við starfinu í vikunni. Íslendingar buðu fram Reykjavík undir höfuðstöðvarnar en Tromsö hafði betur. Þjóðfánar þeirra átta ríkja sem mynda Norðurskautsráðsráðið voru leiddir fram við athöfn sem markaði stofnun fastaskrifstofu ráðsins. Aðildarlönd eru þau sem eiga lögsögu norðan heimskautsbaugs; Bandaríkin, Rússland og Kanada ásamt Norðurlöndunum. Með staðsetningu í Tromsö er Norðmönnum að takast að gera borgina að einskonar höfuðborg Norðurslóða. Íslendingur verður þó í lykilhlutverki. Magnús Jóhannesson undirritaði ráðningarsamning sem fyrsti framkvæmdastóri en hann var áður ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis. Magnús undirritaði síðan samning við utanríkisráðherra Noregs um að það verði heimaríki skrifstofunnar en við háborðið sátu einnig utanríkisráðherra Svíþjóðar og Norðurslóðaráðherra Kanada. Spurður hvort ráðningin væri ekki mikill persónulegur heiður svaraði Magnús í fréttum Stöðvar 2 að þetta væri ekki síður viðurkenning fyrir metnaðarfulla stefnu Íslendinga í málefnum Norðurslóða. Íslensk stjórnvöld kepptu hins vegar um að höfuðstöðvarnar yrðu í Reykjavík en Tromsö hafði betur í því kapphlaupi. Magnús kveðst ekki vita hversvegna Reykjavík varð undir en kvartar ekki undan því að flytja til Tromsö. „Þetta er nú bara eins og smábær á Vestfjörðum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði og mér finnst ég að sumu leyti vera kominn heim." Verkefni Magnúsar fyrstu mánuðina verður að koma skrifstofunni á fót í Tromsö og ráða nokkra starfsmenn. Markmiðið er að starfsemin verði komin á fullt í maímánuði í vor.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira