Tromsö eins og að flytja heim á Ísafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2013 19:15 Ráðning Íslendings sem framkvæmdastjóra skrifstofu Norðurskautsráðsins er viðurkenning fyrir framlag Íslands til Norðurslóða, segir Magnús Jóhannesson, sem tók við starfinu í vikunni. Íslendingar buðu fram Reykjavík undir höfuðstöðvarnar en Tromsö hafði betur. Þjóðfánar þeirra átta ríkja sem mynda Norðurskautsráðsráðið voru leiddir fram við athöfn sem markaði stofnun fastaskrifstofu ráðsins. Aðildarlönd eru þau sem eiga lögsögu norðan heimskautsbaugs; Bandaríkin, Rússland og Kanada ásamt Norðurlöndunum. Með staðsetningu í Tromsö er Norðmönnum að takast að gera borgina að einskonar höfuðborg Norðurslóða. Íslendingur verður þó í lykilhlutverki. Magnús Jóhannesson undirritaði ráðningarsamning sem fyrsti framkvæmdastóri en hann var áður ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis. Magnús undirritaði síðan samning við utanríkisráðherra Noregs um að það verði heimaríki skrifstofunnar en við háborðið sátu einnig utanríkisráðherra Svíþjóðar og Norðurslóðaráðherra Kanada. Spurður hvort ráðningin væri ekki mikill persónulegur heiður svaraði Magnús í fréttum Stöðvar 2 að þetta væri ekki síður viðurkenning fyrir metnaðarfulla stefnu Íslendinga í málefnum Norðurslóða. Íslensk stjórnvöld kepptu hins vegar um að höfuðstöðvarnar yrðu í Reykjavík en Tromsö hafði betur í því kapphlaupi. Magnús kveðst ekki vita hversvegna Reykjavík varð undir en kvartar ekki undan því að flytja til Tromsö. „Þetta er nú bara eins og smábær á Vestfjörðum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði og mér finnst ég að sumu leyti vera kominn heim." Verkefni Magnúsar fyrstu mánuðina verður að koma skrifstofunni á fót í Tromsö og ráða nokkra starfsmenn. Markmiðið er að starfsemin verði komin á fullt í maímánuði í vor. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Ráðning Íslendings sem framkvæmdastjóra skrifstofu Norðurskautsráðsins er viðurkenning fyrir framlag Íslands til Norðurslóða, segir Magnús Jóhannesson, sem tók við starfinu í vikunni. Íslendingar buðu fram Reykjavík undir höfuðstöðvarnar en Tromsö hafði betur. Þjóðfánar þeirra átta ríkja sem mynda Norðurskautsráðsráðið voru leiddir fram við athöfn sem markaði stofnun fastaskrifstofu ráðsins. Aðildarlönd eru þau sem eiga lögsögu norðan heimskautsbaugs; Bandaríkin, Rússland og Kanada ásamt Norðurlöndunum. Með staðsetningu í Tromsö er Norðmönnum að takast að gera borgina að einskonar höfuðborg Norðurslóða. Íslendingur verður þó í lykilhlutverki. Magnús Jóhannesson undirritaði ráðningarsamning sem fyrsti framkvæmdastóri en hann var áður ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis. Magnús undirritaði síðan samning við utanríkisráðherra Noregs um að það verði heimaríki skrifstofunnar en við háborðið sátu einnig utanríkisráðherra Svíþjóðar og Norðurslóðaráðherra Kanada. Spurður hvort ráðningin væri ekki mikill persónulegur heiður svaraði Magnús í fréttum Stöðvar 2 að þetta væri ekki síður viðurkenning fyrir metnaðarfulla stefnu Íslendinga í málefnum Norðurslóða. Íslensk stjórnvöld kepptu hins vegar um að höfuðstöðvarnar yrðu í Reykjavík en Tromsö hafði betur í því kapphlaupi. Magnús kveðst ekki vita hversvegna Reykjavík varð undir en kvartar ekki undan því að flytja til Tromsö. „Þetta er nú bara eins og smábær á Vestfjörðum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði og mér finnst ég að sumu leyti vera kominn heim." Verkefni Magnúsar fyrstu mánuðina verður að koma skrifstofunni á fót í Tromsö og ráða nokkra starfsmenn. Markmiðið er að starfsemin verði komin á fullt í maímánuði í vor.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira