Erlent

Brot úr halastjörnu talið hafa valdið hungursneyð

Brjánn Jónasson skrifar
Rannsóknin gæti varpað einhverju ljósi á þá þjóðtrú að halastjörnur séu slæmir fyrirboðar.
Rannsóknin gæti varpað einhverju ljósi á þá þjóðtrú að halastjörnur séu slæmir fyrirboðar. Mynd/Egill Aðalsteinsson
Brot úr halastjörnu Halleys virðist hafa lent á Jörðinni árið 536, samkvæmt nýjum rannsóknum á ískjörnum frá Grænlandsjökli. Brotið lenti að öllum líkindum í sjónum.

Ryk sem brotið virðist hafa þyrlað upp olli því að veður kólnaði á Jörðini. Kólnunin leiddi svo af sér þurrka og hungursneyð, samkvæmt umfjöllun á vefnum Live Science.

„Ég er með allskonar geimryk í ískjarnanum mínum,“ segir Dallas Abbott, prófessor við Kólumbía-háskóla, sem stýrði rannsókninni. Hann segir að rykið hafi væntanlega ollið því að hitastig á Jörðinni lækkaði um þrjár gráður.

Halleys-halastjarnan fer framhjá Jörðinni á um það bil 75 ára fresti, síðast árið 1986. Hún er aftur væntanleg árið 2061.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×