Gengur og syndir í minningu Vilhelms Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2013 07:00 "Ég veit ég get þetta“. Guðný Sigurðardóttir ætlar að ganga frá Reykjavík til Selfoss og synda þar tæplega 300 ferðir í maí á næsta ári. Mynd/Sunnlenska „Ég ætla mér að ganga þá leið sem litli drengurinn okkar fór í sína hinstu ferð. Svo mun ég synda 285 ferðir í sundlauginni á Selfossi því að hann var með okkur í 285 vikur,“ segir Guðný Sigurðardóttir sem mun ganga frá Landspítalanum í Reykjavík til sundlaugarinnar á Selfossi, hinn 22. maí 2014 til minningar um dótturson sinn, Vilhelm Þór. Þá verða þrjú ár frá því hann lést. Guðný segist hafa verið orðin svolítið sófadýr og lítið gert annað en að vinna og sofa. „Ég var svo í sumarfríi í fyrrasumar og var smálasin, en þá gerðist eitthvað og það var eins og mér væri sparkað á fætur.“ Þá fór Guðný í göngutúr sem vatt svo upp á sig og hún fór að fara reglulega í gönguferðir. „Ég ákvað að ef ég skyldi komast til heilsu skyldi ég gera eitthvað gott úr því í hans minningu. Fyrst vildi ég ganga hringinn í kringum landið eða meira, en ég komst svo niður á jörðina og þetta varð úr. Þetta verður ekki auðvelt, en hver segir að lífið sé auðvelt? Ég veit að ég get þetta, ég er tiltölulega heilbrigð en ég veit að þetta verður erfitt. Það er þó jákvætt. Allt þetta ferli hefur verið hálfgerð heilun fyrir mig. Mér fór fljótlega að líða betur andlega, það gerði gagn að fara út og vera með sjálfri mér.“ Guðný mun safna áheitum með göngunni og hlaupinu. „Ég ætla að safna áheitum fyrir ársgömul landssamtök sem heita Birta og eru fyrir foreldra sem hafa misst börn og ungmenni skyndilega. Það er ótrúlegt að þau skuli ekki hafa verið til fyrr, samtökin eru mjög þörf. Ég veit það eftir að hafa horft á dóttur mína missa barnið sitt. Maður vissi ekki hvert væri hægt að leita, við höfðum auðvitað frábært fólk hérna, prestinn, lögreglumenn og fleiri sem voru okkar sálfræðingar á þessum tíma.“ Dóttir Guðnýjar er nú í stjórn Birtu. Að Guðný ætli að synda 285 ferðir í sundlaug er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að fyrir skömmu kunni hún ekki að synda. „Ég var svo til ósynd. Ég var mjög vatnshrædd og ætlaði aldrei aftur ofan í sundlaug. Sérstaklega eftir þetta slys. Eldri systir Vilhelms kastaði mér þó svolítið út í þetta. Hún hringdi þegar ég var að undirbúa mig og bað mig um að koma með sér í sund. Ég gat ekki neitað henni og þá varð ekki aftur snúið. Ég fékk einkakennslu og það var greinilega hægt að kenna mér eitthvað, ég er allavega farin að fleyta mér. Ég get þetta alveg.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
„Ég ætla mér að ganga þá leið sem litli drengurinn okkar fór í sína hinstu ferð. Svo mun ég synda 285 ferðir í sundlauginni á Selfossi því að hann var með okkur í 285 vikur,“ segir Guðný Sigurðardóttir sem mun ganga frá Landspítalanum í Reykjavík til sundlaugarinnar á Selfossi, hinn 22. maí 2014 til minningar um dótturson sinn, Vilhelm Þór. Þá verða þrjú ár frá því hann lést. Guðný segist hafa verið orðin svolítið sófadýr og lítið gert annað en að vinna og sofa. „Ég var svo í sumarfríi í fyrrasumar og var smálasin, en þá gerðist eitthvað og það var eins og mér væri sparkað á fætur.“ Þá fór Guðný í göngutúr sem vatt svo upp á sig og hún fór að fara reglulega í gönguferðir. „Ég ákvað að ef ég skyldi komast til heilsu skyldi ég gera eitthvað gott úr því í hans minningu. Fyrst vildi ég ganga hringinn í kringum landið eða meira, en ég komst svo niður á jörðina og þetta varð úr. Þetta verður ekki auðvelt, en hver segir að lífið sé auðvelt? Ég veit að ég get þetta, ég er tiltölulega heilbrigð en ég veit að þetta verður erfitt. Það er þó jákvætt. Allt þetta ferli hefur verið hálfgerð heilun fyrir mig. Mér fór fljótlega að líða betur andlega, það gerði gagn að fara út og vera með sjálfri mér.“ Guðný mun safna áheitum með göngunni og hlaupinu. „Ég ætla að safna áheitum fyrir ársgömul landssamtök sem heita Birta og eru fyrir foreldra sem hafa misst börn og ungmenni skyndilega. Það er ótrúlegt að þau skuli ekki hafa verið til fyrr, samtökin eru mjög þörf. Ég veit það eftir að hafa horft á dóttur mína missa barnið sitt. Maður vissi ekki hvert væri hægt að leita, við höfðum auðvitað frábært fólk hérna, prestinn, lögreglumenn og fleiri sem voru okkar sálfræðingar á þessum tíma.“ Dóttir Guðnýjar er nú í stjórn Birtu. Að Guðný ætli að synda 285 ferðir í sundlaug er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að fyrir skömmu kunni hún ekki að synda. „Ég var svo til ósynd. Ég var mjög vatnshrædd og ætlaði aldrei aftur ofan í sundlaug. Sérstaklega eftir þetta slys. Eldri systir Vilhelms kastaði mér þó svolítið út í þetta. Hún hringdi þegar ég var að undirbúa mig og bað mig um að koma með sér í sund. Ég gat ekki neitað henni og þá varð ekki aftur snúið. Ég fékk einkakennslu og það var greinilega hægt að kenna mér eitthvað, ég er allavega farin að fleyta mér. Ég get þetta alveg.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira