Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við Potsdam Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2013 07:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir mun mögulega ganga frá samningi við þýska stórliðið 1. FFC Turbine Potsdam í dag en hún er í samningaviðræðum við liðið eftir að hafa æft í Þýskalandi í síðustu viku. „Það eru góðar líkur á því ég semji við liðið en það getur auðvitað dregist aðeins á langinn þar sem ég er stödd í Dóminíska lýðveldinu og Potsdam ræðir við umboðsmanninn minn. Ég vonast til að komast að samkomulagi sem fyrst,“ segir Guðbjörg. „Það gekk mjög vel í Þýskalandi. Ég er búin að fá eitt samningstilboð og gerði þeim gagntilboð. Ég vonast til að ná samkomulagi á mánudag (í dag),“ segir Guðbjörg. „Ég talaði örlítið við Margréti, aðallega um þjálfarann, æfingarnar og lífið utan fótboltans,“ sagði Guðbjörg en Margrét Lára Viðarsdóttir lék með 1. FFC Turbine Potsdam og varð þýskur meistari með félaginu árið 2012. Guðbjörg var fyrirliði norska liðsins Avaldsnes í ár. „Að mínu mati er erfitt að finna öllu betra lið en Potsdam í dag. Þeim finnst þeir sjálfir búa við bestu aðstæður í Evrópu og ég hef aldrei séð jafn mikil gæði á æfingu. Eftir að ég sleit hásin 2008 hef ég stefnt markvisst að því að verða einn af bestu markvörðum Evrópu og ég tel að samningur við Potsdam sé klárt skref í rétta átt,“ segir Guðbjörg og bætir við: „Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við liðið. Þetta er mögulega mitt besta tímabil hingað til. Ég er líka búin að ræða það að fá númer 13,“ sagði Guðbjörg í léttum tón. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir mun mögulega ganga frá samningi við þýska stórliðið 1. FFC Turbine Potsdam í dag en hún er í samningaviðræðum við liðið eftir að hafa æft í Þýskalandi í síðustu viku. „Það eru góðar líkur á því ég semji við liðið en það getur auðvitað dregist aðeins á langinn þar sem ég er stödd í Dóminíska lýðveldinu og Potsdam ræðir við umboðsmanninn minn. Ég vonast til að komast að samkomulagi sem fyrst,“ segir Guðbjörg. „Það gekk mjög vel í Þýskalandi. Ég er búin að fá eitt samningstilboð og gerði þeim gagntilboð. Ég vonast til að ná samkomulagi á mánudag (í dag),“ segir Guðbjörg. „Ég talaði örlítið við Margréti, aðallega um þjálfarann, æfingarnar og lífið utan fótboltans,“ sagði Guðbjörg en Margrét Lára Viðarsdóttir lék með 1. FFC Turbine Potsdam og varð þýskur meistari með félaginu árið 2012. Guðbjörg var fyrirliði norska liðsins Avaldsnes í ár. „Að mínu mati er erfitt að finna öllu betra lið en Potsdam í dag. Þeim finnst þeir sjálfir búa við bestu aðstæður í Evrópu og ég hef aldrei séð jafn mikil gæði á æfingu. Eftir að ég sleit hásin 2008 hef ég stefnt markvisst að því að verða einn af bestu markvörðum Evrópu og ég tel að samningur við Potsdam sé klárt skref í rétta átt,“ segir Guðbjörg og bætir við: „Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við liðið. Þetta er mögulega mitt besta tímabil hingað til. Ég er líka búin að ræða það að fá númer 13,“ sagði Guðbjörg í léttum tón.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira