Erlent

Assad sakaður um stríðsglæpi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Bashar al Assad Sýrlandsforseti sagður eiga beinan hlut að grimmdarverkum.
Bashar al Assad Sýrlandsforseti sagður eiga beinan hlut að grimmdarverkum. Mynd/EPA
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að rannsókn hafi leitt í ljós að æðstu yfirvöld í Sýrlandi hafi gefið fyrirskipanir um árásir, sem falli undir stríðsglæpi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Sameinuðu þjóðirnar ásaka Bashar al Assad Sýrlandsforseta beint um hlutdeild í stríðsglæpum.

Hún segir uppreisnarmenn í Sýrlandi einnig hafa gerst seka um alvarlega stríðsglæpi. Bæði stjórnarliðar sem stjórnarandstæðingar hafi sýnt ótrúlega grimmd. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×