Sönnunargögn um hatursglæp í ruslið Brjánn Jónasson skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Þegar mynd frá ljósmyndara Fréttablaðsins er stækkuð má greinilega sjá að um er að ræða blóði drifnar síður úr Kóraninum. Fréttablaðið/Vilhelm Blóði drifnar síður úr Kóraninum sem voru hluti sönnunargagna um hatursglæp gegn múslimum á Íslandi var hent í ruslið. Borgarstarfsmenn fjarlægðu síðurnar ásamt þremur svínshöfðum sem hafði verið komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Svínshöfuð, lappir og blóð ásamt blóðugu eintaki af Kóraninum, trúarriti múslima, fundust á lóð félagsins þar sem til stendur að reisa mosku á miðvikudag. Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Björg Thorarensen„Menn geta brotið gegn þessari lagagrein með bæði orðum og athöfnum sem eru smánandi og niðurlægjandi fyrir hóp manna á grundvelli trúarbragða. Mér finnst blasa við að það eigi við í þessu máli,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Kóraninn vísar skýrt til íslamstrúar og það getur ekki verið skýrara að hverjum þetta beinist.“ Ólíklegt er að lögreglan aðhafist frekar í málinu segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ segir Benedikt. „Við myndum rannsaka þetta ef við hefðum eitthvað í höndunum.“ Hann segir að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi staðfest við sig að það hafi verið „einhver bréf“ á vettvangi en þeim hafi verið hent. „Hann sagði að þetta hafi verið eitthvað bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvað rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ segir Benedikt.Hreinsað Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp svínshausa og önnur sönnunargögn á vettvangi.Svínshausar ekki vinsæl söluvara Svínum er eftir því sem Fréttablaðið kemst næst slátrað í fjórum sláturhúsum á landinu. Hjá þeim sláturhúsum sem Fréttablaðið hafði samband við fengust þær upplýsingar að svínshausar séu alls ekki vinsæl söluvara og fáir hausar séu seldir. Eingöngu kjötvinnslur kaupa svínsblóð og því ekki sérlega margir sem hafa aðgang að jafn miklu magni og helt var á lóð Félags múslima á Íslandi. Ekki er þó útilokað að um blóð úr öðrum dýrum hafi verið að ræða, enda til dæmis mikið magn af kindablóði selt til sláturgerðar. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Blóði drifnar síður úr Kóraninum sem voru hluti sönnunargagna um hatursglæp gegn múslimum á Íslandi var hent í ruslið. Borgarstarfsmenn fjarlægðu síðurnar ásamt þremur svínshöfðum sem hafði verið komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Svínshöfuð, lappir og blóð ásamt blóðugu eintaki af Kóraninum, trúarriti múslima, fundust á lóð félagsins þar sem til stendur að reisa mosku á miðvikudag. Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Björg Thorarensen„Menn geta brotið gegn þessari lagagrein með bæði orðum og athöfnum sem eru smánandi og niðurlægjandi fyrir hóp manna á grundvelli trúarbragða. Mér finnst blasa við að það eigi við í þessu máli,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Kóraninn vísar skýrt til íslamstrúar og það getur ekki verið skýrara að hverjum þetta beinist.“ Ólíklegt er að lögreglan aðhafist frekar í málinu segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ segir Benedikt. „Við myndum rannsaka þetta ef við hefðum eitthvað í höndunum.“ Hann segir að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi staðfest við sig að það hafi verið „einhver bréf“ á vettvangi en þeim hafi verið hent. „Hann sagði að þetta hafi verið eitthvað bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvað rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ segir Benedikt.Hreinsað Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp svínshausa og önnur sönnunargögn á vettvangi.Svínshausar ekki vinsæl söluvara Svínum er eftir því sem Fréttablaðið kemst næst slátrað í fjórum sláturhúsum á landinu. Hjá þeim sláturhúsum sem Fréttablaðið hafði samband við fengust þær upplýsingar að svínshausar séu alls ekki vinsæl söluvara og fáir hausar séu seldir. Eingöngu kjötvinnslur kaupa svínsblóð og því ekki sérlega margir sem hafa aðgang að jafn miklu magni og helt var á lóð Félags múslima á Íslandi. Ekki er þó útilokað að um blóð úr öðrum dýrum hafi verið að ræða, enda til dæmis mikið magn af kindablóði selt til sláturgerðar.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira