Sönnunargögn um hatursglæp í ruslið Brjánn Jónasson skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Þegar mynd frá ljósmyndara Fréttablaðsins er stækkuð má greinilega sjá að um er að ræða blóði drifnar síður úr Kóraninum. Fréttablaðið/Vilhelm Blóði drifnar síður úr Kóraninum sem voru hluti sönnunargagna um hatursglæp gegn múslimum á Íslandi var hent í ruslið. Borgarstarfsmenn fjarlægðu síðurnar ásamt þremur svínshöfðum sem hafði verið komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Svínshöfuð, lappir og blóð ásamt blóðugu eintaki af Kóraninum, trúarriti múslima, fundust á lóð félagsins þar sem til stendur að reisa mosku á miðvikudag. Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Björg Thorarensen„Menn geta brotið gegn þessari lagagrein með bæði orðum og athöfnum sem eru smánandi og niðurlægjandi fyrir hóp manna á grundvelli trúarbragða. Mér finnst blasa við að það eigi við í þessu máli,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Kóraninn vísar skýrt til íslamstrúar og það getur ekki verið skýrara að hverjum þetta beinist.“ Ólíklegt er að lögreglan aðhafist frekar í málinu segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ segir Benedikt. „Við myndum rannsaka þetta ef við hefðum eitthvað í höndunum.“ Hann segir að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi staðfest við sig að það hafi verið „einhver bréf“ á vettvangi en þeim hafi verið hent. „Hann sagði að þetta hafi verið eitthvað bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvað rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ segir Benedikt.Hreinsað Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp svínshausa og önnur sönnunargögn á vettvangi.Svínshausar ekki vinsæl söluvara Svínum er eftir því sem Fréttablaðið kemst næst slátrað í fjórum sláturhúsum á landinu. Hjá þeim sláturhúsum sem Fréttablaðið hafði samband við fengust þær upplýsingar að svínshausar séu alls ekki vinsæl söluvara og fáir hausar séu seldir. Eingöngu kjötvinnslur kaupa svínsblóð og því ekki sérlega margir sem hafa aðgang að jafn miklu magni og helt var á lóð Félags múslima á Íslandi. Ekki er þó útilokað að um blóð úr öðrum dýrum hafi verið að ræða, enda til dæmis mikið magn af kindablóði selt til sláturgerðar. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Blóði drifnar síður úr Kóraninum sem voru hluti sönnunargagna um hatursglæp gegn múslimum á Íslandi var hent í ruslið. Borgarstarfsmenn fjarlægðu síðurnar ásamt þremur svínshöfðum sem hafði verið komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Svínshöfuð, lappir og blóð ásamt blóðugu eintaki af Kóraninum, trúarriti múslima, fundust á lóð félagsins þar sem til stendur að reisa mosku á miðvikudag. Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Björg Thorarensen„Menn geta brotið gegn þessari lagagrein með bæði orðum og athöfnum sem eru smánandi og niðurlægjandi fyrir hóp manna á grundvelli trúarbragða. Mér finnst blasa við að það eigi við í þessu máli,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Kóraninn vísar skýrt til íslamstrúar og það getur ekki verið skýrara að hverjum þetta beinist.“ Ólíklegt er að lögreglan aðhafist frekar í málinu segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ segir Benedikt. „Við myndum rannsaka þetta ef við hefðum eitthvað í höndunum.“ Hann segir að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi staðfest við sig að það hafi verið „einhver bréf“ á vettvangi en þeim hafi verið hent. „Hann sagði að þetta hafi verið eitthvað bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvað rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ segir Benedikt.Hreinsað Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp svínshausa og önnur sönnunargögn á vettvangi.Svínshausar ekki vinsæl söluvara Svínum er eftir því sem Fréttablaðið kemst næst slátrað í fjórum sláturhúsum á landinu. Hjá þeim sláturhúsum sem Fréttablaðið hafði samband við fengust þær upplýsingar að svínshausar séu alls ekki vinsæl söluvara og fáir hausar séu seldir. Eingöngu kjötvinnslur kaupa svínsblóð og því ekki sérlega margir sem hafa aðgang að jafn miklu magni og helt var á lóð Félags múslima á Íslandi. Ekki er þó útilokað að um blóð úr öðrum dýrum hafi verið að ræða, enda til dæmis mikið magn af kindablóði selt til sláturgerðar.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira