Erlent

Áttatíu Danir fóru að berjast í Sýrlandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Uppreisnarmenn í Sýrlandi. Mynd/EPA
Um áttatíu Danir hafa farið til Sýrlands gagngert í þeim tilgangi að taka þátt í borgarastríðinu þar.

Þetta kemur fram í skýrslu dönsku leyniþjónustunnar, PET, sem hefur áhyggjur af því að sumir þessara manna gætu verið líklegir til að reyna að fremja hryðjuverk í Danmörku eða öðrum Evrópulöndum eftir að þeir koma til baka.

Vitað er að sjö þeirra hafa látist í Sýrlandi, en um 40 eru þegar komnir aftur til Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×