Erlent

Tala látinna hækkar enn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Eftirlifandi fellibylsins Haiyan kyssir barn sitt á meðan hópur manns bíður eftir brottflutningu.
Eftirlifandi fellibylsins Haiyan kyssir barn sitt á meðan hópur manns bíður eftir brottflutningu. Mynd/AP
Meira en fimm þúsund manns eru látnir af völdum fellibylsins Haiyan, sem reið yfir á Filippseyjum fyrir hálfum mánuði.

Tala látinna hefur hækkað smám saman og er talið líklegt að hún muni hækka enn. Enn er 1.611 manns saknað.

Björgunarstarf er komið á góðan skrið. „Erfiðasti hjallinn er að baki,“ sagði Mar Roxas innanríkisráðherra. „Við erum komin af neyðarmóttökunni inn á gjörgæsludeildina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×