Erlent

Risaþotu lent á röngum flugvelli

Þotan fór á loft í gær, daginn eftir lendingu á röngum velli.
Þotan fór á loft í gær, daginn eftir lendingu á röngum velli. fréttablaðið/AP
Risaþota af gerðinni Boeing 747 lenti fyrir mistök á litlum flugvelli í Kansas á miðvikudag, skammt frá herflugvelli þar sem hún átti að lenda.

Um borð voru tveir flugmenn, engir farþegar en hlutir í væntanlega 787 Dreamliner þotu frá Boeing. Þeir áttu að fara til fyrirtækis í grenndinni, sem framleiðir stóra parta í nýju þotuna, sem brátt mun líta dagsins ljós.

Orsök mistakanna mun liggja í því að flugmaðurinn hafi mislesið lendingarleiðbeiningar, sem hann sjálfur hafði skrifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×