Erlent

Nýr seðlabankastjóri í Bandaríkjunum

Verður seðlabankastjóri Bandaríkjanna, fyrst kvenna.
Verður seðlabankastjóri Bandaríkjanna, fyrst kvenna. Mynd/EPA
Bankamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjanna samþykkti í gær að Janet Yellen verði næsti seðlabankastjóri landsins. Barack Obama tilnefndi hana fyrir nokkrum vikum.

Hún verður fyrsta konan til að gegna þessu starfi, en síðustu forveri hennar, Ben Bernanke, lýkur störfum í janúar.

Hann tók við starfinu fyrir átta árum af Alan Greenspan, sem þá hafði verið seðlabankastjóri í nærri tvo áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×