Verður fjórða ævintýrið íslenskt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 00:01 Slóvenar fagnar eftir að þeir slógu Rússa út og komust á HM 2010. Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lægst setta landsliðið á styrkleikalista FIFA af þeim átta sem taka þátt í umspilinu fyrir HM í Brasilíu 2014. Fréttablaðið kannaði gengi þjóða í sömu sporum og það íslenska í umspili HM og EM frá árinu 1997. Sagan geymir þrjú eftirminnileg ævintýri minnsta liðsins í umspili fyrir stórmót. Íslensku strákarnir munu reyna að leika eftir afrek Slóveníu og Lettlands sem eru einu þjóðirnar sem hafa upplifað svona ævintýri. Fyrri leikurinn við Króata er á Laugardalsvelli eftir fjóra daga. Slóvenar hafa afrekað það tvisvar sinnum að fara inn á stórmót eftir að hafa komið inn í umspilið sem lægst setta liðið á FIFA-listanum. Slóvenía náði því bæði fyrir EM 2000 og HM 2010. Slóvenar voru í sömu stöðu og íslenska landsliðið fyrir fjórtán árum þegar þeir slógu út Úkraínu. Slóvenía var þá lægst setta þjóðin í umspili EM 2000 og hafði aldrei áður komist á stórmót. Úkraínska landsliðið hafði haft betur í baráttu við Ísland og Rússland í sínum riðli en datt óvænt út fyrir slóvenska liðinu. Slóvenar lentu undir í fyrri leiknum en tryggðu sér 2-1 heimasigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þeir komust síðan áfram á EM 2000 með því að jafna metin í 1-1, tólf mínútum fyrir lok seinni leiksins. Slóvenar fóru líka í gegnum umspilið fyrir HM 2002 en þá voru þeir ekki lægsta umspilsliðið á styrkleikalistanum. Það voru þeir aftur á móti þegar þeir skildu Rússa eftir heima fyrir HM 2010. Rússar komust í 2-0 í fyrri leiknum á heimavelli sínum en Nejc Pecnik minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok og Zlatko Dedic skoraði eina markið í seinni leiknum sem skilaði Slóvenum áfram á HM í Japan og Suður-Kóreu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ævintýri Letta frá 2003 er síðan eitt það magnaðasta í sögu undankeppninnar. Lettar komu þá inn í umspilið í 69. sæti á styrkleikalista FIFA eða 61 sæti neðar en mótherjar þeirra frá Tyrklandi. Maris Verpakovskis tryggði Lettum 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli og þeir komust síðan áfram eftir 2-2 jafntefli í útleiknum. Tyrkir, bronsliðið frá HM ári fyrr, komust í 2-0 en Lettar jöfnuðu og tryggði sig inn á EM í Portúgal 2004. Árangur „minnsta“ liðsins í umspili fyrir síðustu stórmót hefur aftur á móti ýmist verið í ökkla eða eyra og í hin fjögur skiptin hefur útkoman ekki verið falleg. Eistland (EM 2012, 1-5 á móti Írlandi), Slóvakía (HM 2006, 2-6 á móti Spáni), Austurríki (HM 2002, 0-6 á móti Tyrklandi) og Ungverjaland (HM 1998, 1-12 á móti Júgóslavíu) áttu þannig aldrei möguleika í sínum umspilsleikjum. Það eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem hafa setið eftir á móti minni spámönnum og vonandi bætist íslenskt ævintýri við þau slóvensku og lettnesku. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir umspil í síðustu sjö skipti fyrir HM og EM eða frá því að þessi háttur var tekinn upp í undankeppni HM í Frakklandi 1998.Lettar fagna eftir að hafa komist á EM 2004 eftir sigur á Tyrkjum.Síðustu umspil fyrir stórmót og sæti þjóða á FIFA-listanumUmspil fyrir HM 2014 Portúgal (14. sæti) - mætir Svíþjóð Grikkland (15. sæti) - mætir Rúmeníu Króatía (18. sæti) - mætir Íslandi Úkraína (20. sæti) - mætir Frakklandi Frakkland (21. sæti) - mætir Úkraínu Svíþjóð (25. sæti) - mætir Portúgal Rúmenía (29. sæti) - mætir Grikklandi Ísland (46. sæti) - mætir KróatíuUmspil fyrir EM 2012 Króatía (7. sæti) - Komst á EM Portúgal (11. sæti) - Komst á EM Írland (13. sæti) - Komst á EM Tékkland (15. sæti) - Komst á EM Tyrkland (18. sæti) - Úr leik Bosnía (19. sæti) - Úr leik Svartfjallaland (35. sæti) - Úr leik Eistland (37. sæti) - Úr leik Tyrkland-Króatía 0-3 Eistland-Írland 1-5 Tékkland-Svartfjallaland 3-0 Bosnía-Portúgal 2-6Umspil fyrir HM 2010 Frakkland (9. sæti) - Komst á HM Portúgal (10. sæti) - Komst á HM Rússland (12. sæti) - Úr leik Grikkland (16. sæti) - Komst á HM Úkraína (22. sæti) - Úr leik Írland (34. sæti) - Úr leik Bosnía (42. sæti) - Úr leikSlóvenía (49. sæti) - Komst á HM Írland-Frakland 1-2 Portúgal-Bosnía 2-0 Grikkland-Úkraína 1-0 Rússland-Slóvenía 2-2 (Slóvenía, mörk á útivelli)Umspil fyrir HM 2006 Tékkland (4. sæti) - Komst á EM Spánn (8. sæti) - Komst á EM Tyrkland (12. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Sviss (38. sæti) - Komst á EM Slóvakía (45. sæti) - Úr leik Spánn-Slóvakía 6-2 Sviss-Tyrkland 4-4 (Sviss, mörk á útivelli) Noregur-Tékkland 0-2Umspil fyrir EM 2004 Spánn (3. sæti) - Komst á EM Holland (5. sæti) - Komst á EM Tyrkland (8. sæti) - Úr leik Króatía (20. sæti) - Komst á EM Rússland (28. sæti) - Komst á EM Slóvenía (29. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Skotland (58. sæti) - Úr leik Wales (59. sæti) - Úr leikLettland (69. sæti) - Komst á EM Lettland-Tyrkland 3-2 Skotland-Holland 1-6 Króatía-Slóvenía 2-1 Rússland-Wales 1-0 Spánn-Noregur 5-1Umspil fyrir HM 2002 - Úr leik Þýskaland (12. sæti) - Komst á HM Tékkland (14. sæti) - Úr leik Rúmenía (15. sæti) - Úr leik Belgía (26. sæti) - Komst á HM Slóvenía (31. sæti) - Komst á HM Úkraína (33. sæti) - Úr leik Tyrkland (34. sæti) - Komst á HM Austurríki (50. sæti) - Úr leik Belgia-Tékkland 2-0 Úkraína-Þýskaland 2-5 Austurríki-Tyrkland 0-6 Slóvenía-Rúmenía 3-2Umspil fyrir EM 2000 England (12. sæti) - Komst á EM Danmörk (17. sæti) - Komst á EM Skotland (20. sæti) - Úr leik Úkraína (24. sæti) - Úr leik Ísrael (27. sæti) - Úr leik Írland (35. sæti) - Úr leik Tyrkland (37. sæti) - Komst á EMSlóvenía (53. sæti) - Komst á EM Skotland-England 1-2 Ísrael-Danmörk 0-8 Slóvenía-Úkraína 3-2 Írland-Tyrkland 1-1úUmspil fyrir HM 1998 Ítalía (12. sæti) - Komst á HM Rússland (16. sæti) - Úr leik Króatía (33. sæti) - Komst á HM Júgóslavía (37. sæti) - Komst á HM Írland (42. sæti) - Úr leik Belgía (48. sæti) - Komst á HM Úkraína (52. sæti) - Úr leik Ungverjaland (71. sæti) - Úr leik Ítalía-Rússland 2-1 Króatía-Úkraína 3-1 Belgía-Írland 3-2 Júgóslavía-Ungverjaland 12-1 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lægst setta landsliðið á styrkleikalista FIFA af þeim átta sem taka þátt í umspilinu fyrir HM í Brasilíu 2014. Fréttablaðið kannaði gengi þjóða í sömu sporum og það íslenska í umspili HM og EM frá árinu 1997. Sagan geymir þrjú eftirminnileg ævintýri minnsta liðsins í umspili fyrir stórmót. Íslensku strákarnir munu reyna að leika eftir afrek Slóveníu og Lettlands sem eru einu þjóðirnar sem hafa upplifað svona ævintýri. Fyrri leikurinn við Króata er á Laugardalsvelli eftir fjóra daga. Slóvenar hafa afrekað það tvisvar sinnum að fara inn á stórmót eftir að hafa komið inn í umspilið sem lægst setta liðið á FIFA-listanum. Slóvenía náði því bæði fyrir EM 2000 og HM 2010. Slóvenar voru í sömu stöðu og íslenska landsliðið fyrir fjórtán árum þegar þeir slógu út Úkraínu. Slóvenía var þá lægst setta þjóðin í umspili EM 2000 og hafði aldrei áður komist á stórmót. Úkraínska landsliðið hafði haft betur í baráttu við Ísland og Rússland í sínum riðli en datt óvænt út fyrir slóvenska liðinu. Slóvenar lentu undir í fyrri leiknum en tryggðu sér 2-1 heimasigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þeir komust síðan áfram á EM 2000 með því að jafna metin í 1-1, tólf mínútum fyrir lok seinni leiksins. Slóvenar fóru líka í gegnum umspilið fyrir HM 2002 en þá voru þeir ekki lægsta umspilsliðið á styrkleikalistanum. Það voru þeir aftur á móti þegar þeir skildu Rússa eftir heima fyrir HM 2010. Rússar komust í 2-0 í fyrri leiknum á heimavelli sínum en Nejc Pecnik minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok og Zlatko Dedic skoraði eina markið í seinni leiknum sem skilaði Slóvenum áfram á HM í Japan og Suður-Kóreu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ævintýri Letta frá 2003 er síðan eitt það magnaðasta í sögu undankeppninnar. Lettar komu þá inn í umspilið í 69. sæti á styrkleikalista FIFA eða 61 sæti neðar en mótherjar þeirra frá Tyrklandi. Maris Verpakovskis tryggði Lettum 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli og þeir komust síðan áfram eftir 2-2 jafntefli í útleiknum. Tyrkir, bronsliðið frá HM ári fyrr, komust í 2-0 en Lettar jöfnuðu og tryggði sig inn á EM í Portúgal 2004. Árangur „minnsta“ liðsins í umspili fyrir síðustu stórmót hefur aftur á móti ýmist verið í ökkla eða eyra og í hin fjögur skiptin hefur útkoman ekki verið falleg. Eistland (EM 2012, 1-5 á móti Írlandi), Slóvakía (HM 2006, 2-6 á móti Spáni), Austurríki (HM 2002, 0-6 á móti Tyrklandi) og Ungverjaland (HM 1998, 1-12 á móti Júgóslavíu) áttu þannig aldrei möguleika í sínum umspilsleikjum. Það eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem hafa setið eftir á móti minni spámönnum og vonandi bætist íslenskt ævintýri við þau slóvensku og lettnesku. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir umspil í síðustu sjö skipti fyrir HM og EM eða frá því að þessi háttur var tekinn upp í undankeppni HM í Frakklandi 1998.Lettar fagna eftir að hafa komist á EM 2004 eftir sigur á Tyrkjum.Síðustu umspil fyrir stórmót og sæti þjóða á FIFA-listanumUmspil fyrir HM 2014 Portúgal (14. sæti) - mætir Svíþjóð Grikkland (15. sæti) - mætir Rúmeníu Króatía (18. sæti) - mætir Íslandi Úkraína (20. sæti) - mætir Frakklandi Frakkland (21. sæti) - mætir Úkraínu Svíþjóð (25. sæti) - mætir Portúgal Rúmenía (29. sæti) - mætir Grikklandi Ísland (46. sæti) - mætir KróatíuUmspil fyrir EM 2012 Króatía (7. sæti) - Komst á EM Portúgal (11. sæti) - Komst á EM Írland (13. sæti) - Komst á EM Tékkland (15. sæti) - Komst á EM Tyrkland (18. sæti) - Úr leik Bosnía (19. sæti) - Úr leik Svartfjallaland (35. sæti) - Úr leik Eistland (37. sæti) - Úr leik Tyrkland-Króatía 0-3 Eistland-Írland 1-5 Tékkland-Svartfjallaland 3-0 Bosnía-Portúgal 2-6Umspil fyrir HM 2010 Frakkland (9. sæti) - Komst á HM Portúgal (10. sæti) - Komst á HM Rússland (12. sæti) - Úr leik Grikkland (16. sæti) - Komst á HM Úkraína (22. sæti) - Úr leik Írland (34. sæti) - Úr leik Bosnía (42. sæti) - Úr leikSlóvenía (49. sæti) - Komst á HM Írland-Frakland 1-2 Portúgal-Bosnía 2-0 Grikkland-Úkraína 1-0 Rússland-Slóvenía 2-2 (Slóvenía, mörk á útivelli)Umspil fyrir HM 2006 Tékkland (4. sæti) - Komst á EM Spánn (8. sæti) - Komst á EM Tyrkland (12. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Sviss (38. sæti) - Komst á EM Slóvakía (45. sæti) - Úr leik Spánn-Slóvakía 6-2 Sviss-Tyrkland 4-4 (Sviss, mörk á útivelli) Noregur-Tékkland 0-2Umspil fyrir EM 2004 Spánn (3. sæti) - Komst á EM Holland (5. sæti) - Komst á EM Tyrkland (8. sæti) - Úr leik Króatía (20. sæti) - Komst á EM Rússland (28. sæti) - Komst á EM Slóvenía (29. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Skotland (58. sæti) - Úr leik Wales (59. sæti) - Úr leikLettland (69. sæti) - Komst á EM Lettland-Tyrkland 3-2 Skotland-Holland 1-6 Króatía-Slóvenía 2-1 Rússland-Wales 1-0 Spánn-Noregur 5-1Umspil fyrir HM 2002 - Úr leik Þýskaland (12. sæti) - Komst á HM Tékkland (14. sæti) - Úr leik Rúmenía (15. sæti) - Úr leik Belgía (26. sæti) - Komst á HM Slóvenía (31. sæti) - Komst á HM Úkraína (33. sæti) - Úr leik Tyrkland (34. sæti) - Komst á HM Austurríki (50. sæti) - Úr leik Belgia-Tékkland 2-0 Úkraína-Þýskaland 2-5 Austurríki-Tyrkland 0-6 Slóvenía-Rúmenía 3-2Umspil fyrir EM 2000 England (12. sæti) - Komst á EM Danmörk (17. sæti) - Komst á EM Skotland (20. sæti) - Úr leik Úkraína (24. sæti) - Úr leik Ísrael (27. sæti) - Úr leik Írland (35. sæti) - Úr leik Tyrkland (37. sæti) - Komst á EMSlóvenía (53. sæti) - Komst á EM Skotland-England 1-2 Ísrael-Danmörk 0-8 Slóvenía-Úkraína 3-2 Írland-Tyrkland 1-1úUmspil fyrir HM 1998 Ítalía (12. sæti) - Komst á HM Rússland (16. sæti) - Úr leik Króatía (33. sæti) - Komst á HM Júgóslavía (37. sæti) - Komst á HM Írland (42. sæti) - Úr leik Belgía (48. sæti) - Komst á HM Úkraína (52. sæti) - Úr leik Ungverjaland (71. sæti) - Úr leik Ítalía-Rússland 2-1 Króatía-Úkraína 3-1 Belgía-Írland 3-2 Júgóslavía-Ungverjaland 12-1
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn