Fara varlega að Obama Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. október 2013 07:00 David Cameron og Angela Merkel Forsætisráðherra Bretlands og kanslari Þýskalands spjalla saman á leiðtogafundinum í Brussel. fréttablaðið/AP Innan fárra daga halda yfirmenn í þýsku leyniþjónustunni til Bandaríkjanna, að kröfu Angelu Merkel kanslara, til að ræða við fulltrúa Hvíta hússins og bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar um njósnamálin, sem skekið hafa stjórnvöld víða um heim undanfarnar vikur. Sífellt fleiri upplýsingar koma nú fram um að bandarískir leyniþjónustumenn hafi njósnað um ráðamenn í hverju ríkinu á fætur öðru. Nú síðast skýrði breska blaðið The Guardian frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgst með símtölum 35 þjóðarleiðtoga, en reyndar hefðu þær njósnir ekki skilað neinum upplýsingum sem máli skiptu. Hins vegar hafi njósnir þessar orðið til þess að bandarískir njósnarar fengu vitneskju um 43 önnur símanúmer, sem fylgst hefði verið með áfram. Þetta kemur fram í einu þeirra leyniskjala, sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla.Merkel Þýskalandskanslari skýrði frá því á miðvikudag að Bandaríkin hefðu hlerað einkasíma hennar. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu, þar sem hann fullyrti að Bandaríkin fylgdust ekki með símtölum Þýskalandskanslara og hafi ekki í hyggju að gera það. Í yfirlýsingunni sagði þó ekkert um það hvort Bandaríkin hefðu einhvern tíma gert það. Merkel sagði trúnaðarbrest vera orðinn að veruleika í samskiptum þýskra og bandarískra ráðamanna, og því yrði að breyta. Hún vonast til að heimsókn þýsku leyniþjónustmannanna til Bandaríkjanna verði til þess að allt komi upp á borðið í þessum efnum. Njósnamálin voru rædd á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær, og samþykktu leiðtogarnir yfirlýsingu þar sem segir að trúnaðarbrestur geti skaðað nauðsynlega samvinnu ríkjanna á sviði njósna. Á hinn bóginn lögðu þeir áherslu á að samskiptin við Bandaríkin skiptu Evrópuríki eftir sem áður miklu máli, og þetta mál mætti ekki verða til þess að spilla þeim samskiptum. „Það sem hér er í húfi er að vernda tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti. „Það þarf að endurvekja og styrkja traustið.“ Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira
Innan fárra daga halda yfirmenn í þýsku leyniþjónustunni til Bandaríkjanna, að kröfu Angelu Merkel kanslara, til að ræða við fulltrúa Hvíta hússins og bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar um njósnamálin, sem skekið hafa stjórnvöld víða um heim undanfarnar vikur. Sífellt fleiri upplýsingar koma nú fram um að bandarískir leyniþjónustumenn hafi njósnað um ráðamenn í hverju ríkinu á fætur öðru. Nú síðast skýrði breska blaðið The Guardian frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgst með símtölum 35 þjóðarleiðtoga, en reyndar hefðu þær njósnir ekki skilað neinum upplýsingum sem máli skiptu. Hins vegar hafi njósnir þessar orðið til þess að bandarískir njósnarar fengu vitneskju um 43 önnur símanúmer, sem fylgst hefði verið með áfram. Þetta kemur fram í einu þeirra leyniskjala, sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla.Merkel Þýskalandskanslari skýrði frá því á miðvikudag að Bandaríkin hefðu hlerað einkasíma hennar. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu, þar sem hann fullyrti að Bandaríkin fylgdust ekki með símtölum Þýskalandskanslara og hafi ekki í hyggju að gera það. Í yfirlýsingunni sagði þó ekkert um það hvort Bandaríkin hefðu einhvern tíma gert það. Merkel sagði trúnaðarbrest vera orðinn að veruleika í samskiptum þýskra og bandarískra ráðamanna, og því yrði að breyta. Hún vonast til að heimsókn þýsku leyniþjónustmannanna til Bandaríkjanna verði til þess að allt komi upp á borðið í þessum efnum. Njósnamálin voru rædd á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær, og samþykktu leiðtogarnir yfirlýsingu þar sem segir að trúnaðarbrestur geti skaðað nauðsynlega samvinnu ríkjanna á sviði njósna. Á hinn bóginn lögðu þeir áherslu á að samskiptin við Bandaríkin skiptu Evrópuríki eftir sem áður miklu máli, og þetta mál mætti ekki verða til þess að spilla þeim samskiptum. „Það sem hér er í húfi er að vernda tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti. „Það þarf að endurvekja og styrkja traustið.“
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira