Hauskúpa kollvarpar kenningum Brjánn Jónasson skrifar 21. október 2013 06:15 Heilleg hauskúpa David Lordkipanidze, sérfræðingur Þjóðminjasafns Georgíu, sýnir heillega hauskúpu fornmanns sem var uppi fyrir um 1,8 milljónum ára. nordicphotos/AFP Stór beinafundur í Georgíu hefur hleypt sérfræðingum í fornum manntegundum í fullkomið uppnám. Langlífar kenningar mannfræðinga um að nokkrar ólíkar tegundir fornmanna hafi þrifist á jörðinni fyrir um tveimur milljónum ára sæta nú harðri gagnrýni. Rannsóknir á beinunum sem fundust í Dmanisi í Georgíu benda til þess að bein sem vísindamenn hafa eignað mismunandi tegundum hafi öll tilheyrt sömu tegund fornmanna, forföður nútímamannsins. Munur á beinunum virðist einfaldlega dæmi um fjölbreytileika innan tegundarinnar. Hingað til hefur það verið viðurkennd staðreynd að fornmenn af tegundunum Homo habilis, Homo rudolfensis, Homo gautengensis, Homo ergaster og Homo erectus hafi verið uppi fyrir um 1,8 milljónum ára, allar á sama tíma. Í nýrri grein í vísindaritinu Science hafnar hópur vísindamanna þeirri túlkun á beinafundum. Þeir telja hauskúpurnar allar tilheyra mönnum af tegundinni Homo erectus. Afar heilleg hauskúpa sem fannst nýverið í Dmanisi í Georgíu varð til þess að hópur vísindamanna fór að velta fyrir sér fjölbreytileika innan tegunda. Hauskúpan var ólík fimm öðrum sem fundist hafa í Dmanisi. Mun minna rými var fyrir heilann, stærri tennur og lengra andlit. Allir sex fornmennirnir eru taldir hafa dáið á nokkur hundruð ára tímabili við vatnsból sem dró ekki bara að sér fornmenn heldur einnig rándýr á borð við sverðketti. „Það hefur aldrei áður fundist svona vel varðveitt hauskúpa frá þessu tímabili,“ segir Christoph Zollikofer, prófessor við Mannfræðistofnun Zürich-háskóla í Sviss, við breska vefmiðilinn Guardian. Flestar hauskúpur fornmanna sem fundist hafa eru í molum og hafa vísindamenn þurft að púsla þeim saman. Þessi einkennilega hauskúpa varð til þess að mannfræðingarnir fóru að rannsaka fjölbreytileika meðal nútímamanna og í simpönsum. Niðurstaða þeirra var sú að þótt hauskúpurnar sex frá Dmanisi væru að mörgu leyti ólíkar væri munurinn á þeim ekki meiri en sá sem finnst á meðal bæði manna og simpansa. Því næst báru vísindamennirnir hauskúpurnar sex saman við aðrar hauskúpur frá svipuðum tíma. Þeirra niðurstaða var afdráttarlaus. Munurinn á því sem talið hefur verið að séu mismunandi tegundir er svipaður eða minni en munurinn á hauskúpum nútímamannsins. „Allir fornmenn sem voru uppi á sama tíma og sexmenningarnir frá Dmanisi voru trúlega af tegundinni Homo erectus,“ segir Zollikofer við Guardian. „Með því erum við ekki að segja að mannfræðingar hafi gert mistök þegar þeir skoðuðu beinin á sínum tíma, þeir höfðu einfaldlega ekki þær upplýsingar sem við höfum í dag.“ Zollikofer segist átta sig á því að þessi kenning hans og kollega hans muni ekki falla í kramið hjá öllum. „Hluti fræðimanna á þessu sviði mun taka þessu fagnandi en fyrir aðra verður þetta talsvert áfall.“ „Ef menn hefðu fundið hauskúpurnar sex frá Dmanisi á sex mismunandi stöðum í Afríku hefðu þær líklega verið eignaðar nokkrum mismunandi tegundum. En allur þessi fjölbreytileiki rúmast innan einnar tegundar,“ segir David Lordkipanidze, sérfræðingur Þjóðminjasafns Georgíu, sem stýrir uppgreftrinum í Dmanisi. Ekki eru allir mannfræðingar sem sérhæfa sig í fornmönnum sannfærðir. „Þetta er ótrúlega mikilvægur fundur en ég tel ekki að gögnin sem þeir eru með standi undir svona stórum fullyrðingum,“ segir Lee Berger, prófessor við Witwatersrand-háskóla í Suður-Afríku.Hauskúpan heillega sem fannst í Georgíu varðveittist ágætlega í bæli rándýrsins sem reif þennan fornmann í sig fyrir næstum tveimur milljónum ára.Nordicphots/AFPFyrstur til að nota verkfæri og elda mat Sexmenningarnir frá Dmanisi í Georgíu tilheyra fornmönnum af tegundinni Homo erectus. Nafnið þýðir „hinn upprétti maður“. Tegundin kom fyrst fram í Afríku fyrir um 1,8 milljónum ára og dreifðist víða þar til fyrir um 150 þúsund árum. Beinagrindur af þessari tegund fornmanna hafa fundist víða í Afríku, á Indlandi, Kína, Jövu og Englandi. Fornmenn af tegundinni Homo erectus voru frekar líkir nútímamanninum. Þeir gengu uppréttir og voru um 180 sentímetrar á hæð. Talið er að Homo erectus hafi verið fyrsta tegundin sem notaði verkfæri, beislaði eld og eldaði mat. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Stór beinafundur í Georgíu hefur hleypt sérfræðingum í fornum manntegundum í fullkomið uppnám. Langlífar kenningar mannfræðinga um að nokkrar ólíkar tegundir fornmanna hafi þrifist á jörðinni fyrir um tveimur milljónum ára sæta nú harðri gagnrýni. Rannsóknir á beinunum sem fundust í Dmanisi í Georgíu benda til þess að bein sem vísindamenn hafa eignað mismunandi tegundum hafi öll tilheyrt sömu tegund fornmanna, forföður nútímamannsins. Munur á beinunum virðist einfaldlega dæmi um fjölbreytileika innan tegundarinnar. Hingað til hefur það verið viðurkennd staðreynd að fornmenn af tegundunum Homo habilis, Homo rudolfensis, Homo gautengensis, Homo ergaster og Homo erectus hafi verið uppi fyrir um 1,8 milljónum ára, allar á sama tíma. Í nýrri grein í vísindaritinu Science hafnar hópur vísindamanna þeirri túlkun á beinafundum. Þeir telja hauskúpurnar allar tilheyra mönnum af tegundinni Homo erectus. Afar heilleg hauskúpa sem fannst nýverið í Dmanisi í Georgíu varð til þess að hópur vísindamanna fór að velta fyrir sér fjölbreytileika innan tegunda. Hauskúpan var ólík fimm öðrum sem fundist hafa í Dmanisi. Mun minna rými var fyrir heilann, stærri tennur og lengra andlit. Allir sex fornmennirnir eru taldir hafa dáið á nokkur hundruð ára tímabili við vatnsból sem dró ekki bara að sér fornmenn heldur einnig rándýr á borð við sverðketti. „Það hefur aldrei áður fundist svona vel varðveitt hauskúpa frá þessu tímabili,“ segir Christoph Zollikofer, prófessor við Mannfræðistofnun Zürich-háskóla í Sviss, við breska vefmiðilinn Guardian. Flestar hauskúpur fornmanna sem fundist hafa eru í molum og hafa vísindamenn þurft að púsla þeim saman. Þessi einkennilega hauskúpa varð til þess að mannfræðingarnir fóru að rannsaka fjölbreytileika meðal nútímamanna og í simpönsum. Niðurstaða þeirra var sú að þótt hauskúpurnar sex frá Dmanisi væru að mörgu leyti ólíkar væri munurinn á þeim ekki meiri en sá sem finnst á meðal bæði manna og simpansa. Því næst báru vísindamennirnir hauskúpurnar sex saman við aðrar hauskúpur frá svipuðum tíma. Þeirra niðurstaða var afdráttarlaus. Munurinn á því sem talið hefur verið að séu mismunandi tegundir er svipaður eða minni en munurinn á hauskúpum nútímamannsins. „Allir fornmenn sem voru uppi á sama tíma og sexmenningarnir frá Dmanisi voru trúlega af tegundinni Homo erectus,“ segir Zollikofer við Guardian. „Með því erum við ekki að segja að mannfræðingar hafi gert mistök þegar þeir skoðuðu beinin á sínum tíma, þeir höfðu einfaldlega ekki þær upplýsingar sem við höfum í dag.“ Zollikofer segist átta sig á því að þessi kenning hans og kollega hans muni ekki falla í kramið hjá öllum. „Hluti fræðimanna á þessu sviði mun taka þessu fagnandi en fyrir aðra verður þetta talsvert áfall.“ „Ef menn hefðu fundið hauskúpurnar sex frá Dmanisi á sex mismunandi stöðum í Afríku hefðu þær líklega verið eignaðar nokkrum mismunandi tegundum. En allur þessi fjölbreytileiki rúmast innan einnar tegundar,“ segir David Lordkipanidze, sérfræðingur Þjóðminjasafns Georgíu, sem stýrir uppgreftrinum í Dmanisi. Ekki eru allir mannfræðingar sem sérhæfa sig í fornmönnum sannfærðir. „Þetta er ótrúlega mikilvægur fundur en ég tel ekki að gögnin sem þeir eru með standi undir svona stórum fullyrðingum,“ segir Lee Berger, prófessor við Witwatersrand-háskóla í Suður-Afríku.Hauskúpan heillega sem fannst í Georgíu varðveittist ágætlega í bæli rándýrsins sem reif þennan fornmann í sig fyrir næstum tveimur milljónum ára.Nordicphots/AFPFyrstur til að nota verkfæri og elda mat Sexmenningarnir frá Dmanisi í Georgíu tilheyra fornmönnum af tegundinni Homo erectus. Nafnið þýðir „hinn upprétti maður“. Tegundin kom fyrst fram í Afríku fyrir um 1,8 milljónum ára og dreifðist víða þar til fyrir um 150 þúsund árum. Beinagrindur af þessari tegund fornmanna hafa fundist víða í Afríku, á Indlandi, Kína, Jövu og Englandi. Fornmenn af tegundinni Homo erectus voru frekar líkir nútímamanninum. Þeir gengu uppréttir og voru um 180 sentímetrar á hæð. Talið er að Homo erectus hafi verið fyrsta tegundin sem notaði verkfæri, beislaði eld og eldaði mat.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent