„Við héldum að við myndum deyja“ Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 09:45 Þetta er bíllinn sem ferðamennirnir voru á. mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir „Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira