„Við héldum að við myndum deyja“ Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 09:45 Þetta er bíllinn sem ferðamennirnir voru á. mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir „Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
„Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira