Erlent

Ætla að opna Kaesong-svæðið

Samið Fulltrúar Kóreuríkjanna handsala samninginn. Nordicphotos/AFP
Samið Fulltrúar Kóreuríkjanna handsala samninginn. Nordicphotos/AFP
Kóreuríkin hafa ákveðið að opna Kaesong-iðnaðarsvæðið í sunnanverðri Norður-Kóreu á ný. Svæðið verður opnað þann 16. september næstkomandi.

Svæðinu var lokað í apríl síðastliðnum þegar stjórnvöld í Norður-Kóreu ákváðu að flytja þegna sína af svæðinu vegna aukinnar spennu á milli ríkjanna.

Um 120 suðurkóresk fyrirtæki eru rekin á svæðinu. Þar starfa um 50 þúsund Norður-Kóreumenn og svæðið hefur því mikla efnahagslega þýðingu fyrir Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×