Erlent

Fundu hundruð skriðdýra í íbúð

Þorgils Jónsson skrifar
Þessi eðla var meðal þeirra hátt í 200 dýra sem fundust í íbúðinni.
Þessi eðla var meðal þeirra hátt í 200 dýra sem fundust í íbúðinni. Mynd/Politiet
Lögregluþjónar í Ósló ráku upp stór augu í gærmorgun þegar þeir komu inn í íbúð og fundu þar á bilinu 150 og 200 lifandi skriðdýr, aðallega kyrkislöngur. Aftenposten segir frá.

Lögreglan fékk ábendingu um að eitthvað gruggugt gengi á eftir að pakki frá Noregi með nítján lifandi slöngum var stoppaður í tollinum í Ástralíu. Því var látið til skarar skríða og maður á fertugsaldri er í haldi vegna málsins.

Verðmæti dýranna er talið hlaupa á milljónum norskra króna og bíður mannsins allt að sex ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×