Íslenski boltinn

Vill færa sig yfir í karlaboltann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Færir sig um set. Sigurður er ekki hættur þjálfun.
Færir sig um set. Sigurður er ekki hættur þjálfun. fréttablaðið/arnþór
Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í gær að Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefði ákveðið að hætta sem þjálfari A-landsliðs kvenna. Sigurður er eini þjálfarinn í sögu Íslands sem hefur farið með A-landslið á stórmót og það afrekaði hann í tvígang, árið 2009 og 2013.

„Ég er búinn að vera með liðið í sjö ár og það er kominn tími til að ég takist á við nýjar áskoranir,“ segir Sigurður Ragnar.

„Það var einnig vel við hæfi að hætta með liðið eftir þennan frábæra árangur sem við náðum á Evrópumótinu.“

Ísland komst í átta liða úrslit Evrópumótsins í Svíþjóð í sumar.

„Undanfarin ár hef ég fengið tilboð frá karlaliðum um að taka við. Einnig hef ég fengið tilboð frá kvennaliðum erlendis sem er einnig álitlegur kostur.

Sigurður tók við íslenska landsliðinu í árslok 2006 og var því tæplega sjö ár þjálfari liðsins.

„Núna ætla ég að gefa mér smá tíma til að skoða þá möguleika sem ég hef fyrir framan mig, en ég hallast meira að því að færa mig alfarið yfir í karlaboltann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×