Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júlí 2013 08:00 Rib-bátar eru stundum notaðir til að skoða hvali. „Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
„Fyrst og síðast snúast þær reglur sem hér eru virtar um öryggi mannslífa á hafi,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samgöngustofa segir engar forsendur vera til að rýmka heimildir um fjölda farþega um borð í svokölluðum Rib-slöngubátum. Í bréfi Samgöngustofu til innanríkisráðherra vegna fullyrðinga Rib-safari í Vestmannaeyjum og Gentle Giants á Húsavík um að reglur um farþegafjölda um borð í Rib-bátum væru sérlega íþyngjandi segir að Rib-slöngubátar hafi upphaflega verið framleiddir sem skemmtibátar og leiktæki. Í kjölfarið hafi einhverjir séð möguleika á því að nota „þessi leiktæki“ í atvinnuskyni með því að bjóða upp á „spennusiglingar“. Samgöngustofa segir að öryggi sé ekki tryggt ef fleiri en tólf farþegar eru um borð í bátunum hverju sinni.Þórhildur Elín Elínardóttir Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna gefa lítið fyrir þessi rök Samgöngustofu og segja bátana búna öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, eins og fram kom í helgarblaði Fréttablaðsins. Þórhildur segir könnun Samgöngustofu hafa leitt í ljós að þær reglur sem gilda hér séu þær sömu og á hinum Norðurlöndunum. „Á hinum Norðurlöndunum eru ekki leyfðir fleiri en tólf farþegar í CE-merktum bátum. Til að fá leyfi fyrir fleiri farþegum þurfa bátar að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt svokölluðum Norðurlandareglum um vinnubáta,“ segir Þórhildur. „Ferðamenn eiga að geta treyst því að kröfur sem eru gerðar um öryggi þeirra á hafi séu ekki lakari hér en gildir um löndin í kringum okkur,“ bætir hún við. Niðurstaða Samgöngustofnunar er sú að stofnunin geti ekki mælt með rýmkun á þessum reglum af öryggissjónarmiðum. Hvalaskoðunarfyrirtækin sögðust í fyrstu ætla að hætta að taka þátt í björgunaraðgerðum á sjó vegna þessa, en hafa nú sagt að þeim ummælum hafi einungis verið ætlað að hreyfa við ráðherra.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira