Innlent

Leita 7-eleven uppi á hálendi

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Sjálfboðaliðarnir á hálendisvaktinni geta lent í ýmsu eins og dæmin sanna.
Sjálfboðaliðarnir á hálendisvaktinni geta lent í ýmsu eins og dæmin sanna. Mynd/Landsbjörg
Allt of margir ferðalangar halda upp á hálendi án þess að þekkja nógu vel til aðstæðna þar, segja Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, og Björn Bergmann Þorvaldsson, starfsmaður Landsbjargar.

Björn segir þess dæmi að ferðalangar finnist í strigaskóm upp á Fimmvörðuhálsi sem er ein af erfiðustu ferðaleiðunum.

Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir marga ekki átta sig á því hve hverful náttúran sé á fjöllum. „Menn geta verið að leggja af stað í sumarveðri upp á hálendi en svo er bara harður vetur þegar þangað er komið,“ segir hann.

„Eins gæti maður gengið á strigaskóm yfir tiltekna á einn daginn en þann næsta er kannski ekki hægt að komast yfir hana á traktor.“

Björn Bergmann tekur í sama streng. „Við höfum heyrt í leiðbeinendum á svæðinu sem hafa fengið spurningar eins og þá hvort það sé Seven Eleven í Landmannalaugum. Í fyrstu hélt ég að þetta einhver eitthvert grín en því miður er þetta tilfellið.“

Hálendisvaktin hófst 28. júní síðastliðinn og verður starfrækt út fyrstu viku september. Það eru sjálfboðaliðar sem standa vaktina.

„Langflestir nota hluta af sumarfríinu sínu í þetta, margir taka til dæmis viku upp á hálendinu,“ segir Jón Svanberg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.