Innlent

Flugvöllurinn og hlýnun jarðar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Árni Finnson og Páll Bergþórsson.
Árni Finnson og Páll Bergþórsson.
Hlýnun jarðar og fyrirséð hækkun sjávarborðs eru Páli Bergþórssyni, veðurfræðingi og fyrrverandi forstjóra Veðurstofunnar, hugleikin í færslu sem hann ritar á Facebook. Fyrirséð er að til aldamóta megi gera ráð fyrir að sjávarstaða hækki um einn til tvo metra í Reykjavík.

"Að þessu ættu þeir að huga sem vilja reisa íbúðabyggð í Vatnsmýri og eyðileggja flugvöllinn. Má hann ekki bíða örlaga sinna og gera ómælt gagn þangað til?“ veltir Páll fyrir sér.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna, leggur þá orð í belg og bendir á að líka mætti hugsa sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bjarga Vatnsmýrinni og öðrum láglendum svæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×